Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 197
BÚNAMARR I T
191
Til þess að gera mjólk með misjafnri fitumælingu sam-
bærilega, er hún oft umreiknuð í 4°/o mjólk, eða mæli-
kvarða-mjólk. í hverju kílógrammi af mælikvarða-mjólk
er nákvæmlega jafn mikil næringarorka. Hver bóndi
getur sjálfur reiknað út hve mikla mælikvarða-mjólk
hann fær úr sinni kú, eða kúm, ef hann þekkir feiti-
magnið. 4°/o mælikvarða-mjólk er reiknuð út eftir for-
múlu, sem fundin er í Ameríku, og er þannig: Mjólkur-
magnið sinnnm 0,4 + feitimagnið sinnum 15 = 4°/o
mælikvarða-mjólk.
Dæmi: Mjólki kýr t. d. 10 kg á dag með 3,0 °/o feiti
svarar það til 10 X 0,4 = 4,0 + (^ jqq^ X 15)
— 4,5, en 4 + 4,5 eru 8,5 og er því sama sem að
kýrin hafi mjólkað 8,5 kg af 4°/o mælikvarða-mjólk:
(10 ’ 0,4 + (^-3 X 15) = 8,5).
Sem afurðafóður þarf nú hver kýr 1 fóðureiningu,
til þess að geta myndað 2,5 kílógrömm af 4°/o mæli-
kvarða-mjólk. Kýrin sem mjólkar 10 kg með 3,0 °/o
feitri mjólk, þarf jafnt fóður og kýrin sem mjólkar 8,5
kg af 4°/o feitri mjólk, enda er nákvæmlega jöfn nær-
ing í hvorutveggja mjólkinni.
í hverri fóðureiningu þurfa þó ætíð að vera öll næringar-
efnin, sem kýrin þarf til mjólkurmyndunar, og má ekki vera
minna af eggjahvítuefnum í fóðureiningunni en 125—
150 gröm.
Eftir þessu tvennu getið þið þá sjálfir, hv.er og einn,
reiknað út hvað hver ykkar kýr þarf, en við það þarf
þó að bæta fyrir vexti kálfsins. Þessa þarf sérstaklega
úr því kýrin er hálfgengin með, og þarf hún þá um 1
fóðureiningu á dag til vaxtar og viðhalds kálfinum.
Eftir þessar almennu og stuttu athugasemdir skal ég
bá snúa mér að fóðrun kúnna okkur í vetur.
Ég greini þá bændurna í flokka, enda þótt takmörkin
séu óljós.