Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 264
258
BÚNAÐARRIT
fyrir það þótt skýrsla sú, er Búnaðarfélagið gerði þá
um Flóaáveituna, virðist hníga mjög að því, að færa
fram sæmileg rök fyrir því, að það sé rangt að ráðast
í þessa áveitu. Þetta hefir mörgum reynst erfitt að skilja
jafnvel þeim, sem þekkja til þess, að í sambandi við til-
boð Búnaðarfélags íslands var til sú hugsun, að ef
hægt væri farið á stað, gæti opnast leið til þess að
beina framkvæmdunum yfir í annað horf en lögin um
Flóaáveituna gerðu ráð fyrir, og það jafnvel svo mikið,
að Hvítá yrði aldrei »tekin upp á Flóann*. Upplitsdjörf
var þessi hugsun, því miður ekki.
»Nú er Flóaáveitan komin á, og reynist vel«, segja
þeir sem bezt þekkja1). Til hvers er þá að vera að ræða
um það, sem orðið er, og ekki verður aftur tekið. Flest
mælir með að láta þögnina geyma það, en ekki allt.
Þegar því, á árinu 1931, er slegið föstu í opinberri
skýrslu, sem gefin er út í nafni Búnaðarfélags Islands,
að fyrstu sporin til verulegra umbóta í íslenzkri jarð-
yrkju séu áveitarnar á Suðurlands-undirlendinu2), þá
get ég ekki orða bundist. Þetta virðist vera æðimikill
snoppungur á mikinn hluta íslenzkra bænda, sem klofið
hafa þrítugan hamarinn til þess að efla og auka tún-
ræktina í landinu, og þá forgöngumenn, sem hafa gert
það að stefnuatriði í jarðræktarmálunum, að skipa tún-
ræktinni í hinn æðsta sess, og áveitunum, að fáum undan-
tekningum frátöldum, skör lægra; frekar sem hjálpar-
atriði en sem framtíðar marki.
Þótt hin umrædda skýrsla: »Flóaáveitan«, sé að mörgu
leyti furðu ómerkileg, verður ekki gengið fram hjá slík-
um ummælum, komnum úr þessari átt. Þau eru alveg
sérstaklega til þess fallin, að rugla réttdæmi og stefnu
bænda á hættulegan hátt, á slíkum þrengingartímum
1) I skýrslu Búnaðarfélags íslands: „Flóaáveitan", er ekki
kveðið fastara að orði um þetta en svo: „Lítur út fyrir að Flóa-
menn álíti sig liafa talsvert gagn af áveitunni" — —.
2) Skýrslur Búnaðarfélags íslands Nr. 7, bls. 63.