Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 70
<>4
B U N A f) A R R I T
uppskeru og útsæði, sem spírað hefir í birtu og í myrkri,
hafa leitt í ljós að hið fyrrnefnda er betra, einkum ef
snemma er sett niður. Erfiðara er að fara með útsæði,
sem er spírað í dimmu, svo að ekki brotni spírur af.
(Jtsæði, sem spírað hefir í birtu, er ekki eins viðkvæmt
fyrir og það, sem spírað hefir í dimmu.
Hinsvegar getur fengist góð uppskera af útsæði, sem
spírað hefir í dimmu, hafi það ekki spírað óhæfilega
mikið. En venjulega deyja fleiri plöntur af því útsæði,
en af því, sem birtunnar hefir notið.
Brotni spírur af útsæði áður en niður er sett, þá fást
færri kartöflur en ella undan því grasi. Spíra, sem
brotnar af hér, er því týndur peningur. —
Til fróðleiks má geta þess, að þegar verið er að fjölga
nýjum afbrigðum erlendis, sem menn gera sér miklar
vonir um, þá er þeim ekki fjölgað á venjulegan hátt,
með því að ein og ein kartafla sé sett niður í heilu lagi.
Heldur er útsæði af þessu aíbrigði látið spíra á heppi-
legum stað, og þegar spírurnar hafa hæfilega lengd, eru
þær gróðursettar, hver út af fyrir sig, t. d. í vermireit.
Svo spírar móðirin á ný, og er eins farið með þær
spírur og hinar — og svo koll af kolli. Með þessu móti
má fá fjölda kartöflugrasa, á einu sumri, undan einni
kartöflu, þegar vaxtarskilyrði eru gerð svo góð, að kar-
töfluspírurnar festi rætur og grói. En hér á landi er of
kalt til þess á bersvæði.
Erlendis, t. d. í Danmörku, hafa verið gerðar víðtækar
tilraunir um þýðingu spírunarinnar. Þar hefir spírað út-
sæði gefið frá 41—95 tunnum meiri uppskeru, en óspírað
útsæði af einum hektara lands.
Þetta þakka þeir því, að við spírunina er hægt að
aðskilja ónýtt útsæði frá því góða, að vaxtartími kar-
taflnanna verður lengri en ella og að rótarsveppurinn
grandar miklu síður spíruðu útsæði en óspíruðu. Og enn-
fremur því, að grösin á ökrunum verða af fyrrgreindum
ástæðum þróttmeiri og jafnari.
k