Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 255
BÚ NAÐ A R RIT
249
Á. L. ]. nefnir í andmælagrein sinni í »Frey«. En hver
sérstaða er hér á ferðinni sézt bezt á því, að vatnið
sem þar er notað, ber með sér svo mikið grugg, að
þar sem var ófært kúm fyrir 20—25 árum síðan, sökum
rótleysis, er nú slegið hiklaust með sláttuvél. Slík skil-
yrði og slíkar engjar verða vonandi alltaf dýrmæt hlunn-
indi þeim, sem þeirra njóta, svo framarlega sem ekki
eru önnur vandkvæði, er rýri nothæfi þeirra, svo sem
bleyta, óhagstæð lega, flæðihætta eða þ. h. Þar sem
slíkum áveitum verður komið við, er það sjálfgefið að
réttmætt sé að verja til þeirra fé og fyrirhöfn, svipað
og til túnræktar eða í hlutfalli við hana.
í annan flokk koma allar þær áveitur, sem samkvæmt
eðlilegum orsökum eru að eins til lengri eða skemmri
bráðabirgða. Áveitur sem verða að ganga úr sér við
starfrækslu og nýtingu, sökum þess að áveituvatnið
megnar ekki að halda efnajafnvægi móti eftírtekjunni,
sem burt er flutt. Það er ekkert því til fyrirstöðu að
þessar áveitur geti gefið góða raun í nokkur ár, meðan
áveituvatnið örfar notkun þess efnaforða, sem áveitu-
landið hefir til að bera. Þýðing þessara áveitna hefir
oft verið virt of mikils. Það eru þær sem eru almenn-
astar, og það er út frá vissunni um eðlilegt skammlífi
þeirra, að ég tel að áveiturnar séu úr sögunni sem
stefna í jarðræktinni. Þessar skammæru áveitur eru í
raun og veru engin ræktun, frekar jarðníðsla, sem þó
getur verið réttmæt sem bráðabilsráðstöfun, og þannig
framkvæmd miðað að því, að efla túnræktun með áburði
undan fénaði, sem fóðraður er með áveituheyinu, meðan
það svarar kostnaði að afla þess.
Því miður virðast bændur og ýmsir forráðamenn þeirra,
hafa átt mjög örðugt með að skilgreina áveitumöguleika
og áveitur, eftir þeirri einföldu tvískiptingu sem hér er
nefnd, hvað þá nánar. Það er auðsannað, að vonir þær
og hugmyndir, sem tengdar hafa verið við mjög margar
áveitur og áveituætlanir hafa verið algerlega, og án