Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 268
262
BÚNAÐARRIT
En áveitulöndin eru ekki nytjuð nema að nokkru leyti,
og það verður ekki gefið fyrirtækinu að sök, þótt gras-
ið sé ekki notað, segir A. L. ]. Þetta er rökvilla. Því
aðeins má telja það fyrirtækinu óviðkomandi, að grasið
sé ekki notað, að það sé af einhverjum ófyrirsjáanlegum
ástæðum eða aðstöðubreytingum, sem ekki hafi verið
eðlilegt að gera ráð fyrir, þegar byrjað var á áveitunni.
það er ekki neinu fyrirtæki óviðkomandi, hverjir mögu-
leikar séu til þess að notfæra sér þann ávöxt, sem bú-
ast má við að það gefi, þegar lokið er stofnframkvæmdum.
Það verður að taka mjög ítarlega tillit til þessa atriðis,
þegar efnt er til einhverra framkvæmda, og ekki sízt
þegar um er að ræða áveitu, sem allgóð rök benda til
að sé frekar ránáveita en varanleg áburðaráveita.
Ef einhver maður byggði stórhýsi til útleigu, þætti
engum hyggilegt að miða við ákveðna leigu fyrir hverja
íbúð eða hvert herbergi, en vinda alveg fram af sér að
taka tillit til þess, hvort mögulegt yrði að fá leigjendur
að öllu húsinu. Við arðsemisútreikning yrði að .taka til-
lit til þess ef fyrirsjáanlegt væri að einhver hluti hússins
leigðist alls ekki fyrstu árin. Og svo mikil brögð gætu
auðveldlega verið að þessu að það gerði byggingaríyrir-
tækið ókleift eða óréttmætt.
Annar svipaður misskilningur kemur oft fram í sam-
bandi við áveitufyrirætlanir. Má nefna injög lauslegt arð-
semisyfirlit. sem gert.var yfir Skeiðaáveituna, sem gott
dæmi þess. Gert var ráð fyrir að heyfengur ykist úr 8
hestum af ha. í 12 hesta af ha. Með því að reikna hey-
aukann gætilega til verðs, varð útkoman sú, að hann gæti
frílega greitt áfallinn kostnað. Slíkar athuganir líta vel út,
en þær segja í raun og veru ekkert um arðsemi og rétt-
mæti áveitanna, borið saman við aðrar framkvæmdir, t.
d. túnbætur. Alltaf verður að gera ráð fyrir, að einhver
ákveðin takmörk séu fyrir því, hvaða engjar sé arðvæn-
legt að nytja og hverjar ekki, þótt það geti verið mjög
erfitt að ákveða, hvar þau takmörk séu, og óendanlega