Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 55
B U N A Ð A R R I T
49
En afbrigði sem hafa þennan ókost, að bera margt og
smátt, eru viðsjárverð, því alltaf gengur mikið úr af
smælkinu — sem ekki er nýtilegt til annars en gripa-
fóðurs — og svo eru þau allt of vinnufrek, seinleg upp
að taka.
Hver sá, sem vill Ieggja stund á kartöflurækt, og
leggja alúð við hana, hann þarf að gera sér það ljóst,
hve munurinn er mikill á kartöfluafbrigðunum, og velja
sér þau, sem hagsýnast er að rækta.
Eiít er það atriði viðvíkjandi kartöfluafbrigðunum,
sem erfitt er að dæma um og aldrei verður úr skorið
til fulls. Það er viðvíkjandi bragðinu. I fyrsta lagi er
það svo, að það, sem einum finnst gott, finnst öðrum
afleitt, og eru nóg dæmin upp á það. Bragð hinna
ýmsu afbrigða er í sjálfu sér misjafnt. En kartöflur af
einu og sama afbrigði geta verið mjög ólíkar á bragðið,
allt eftir því hvar þær vaxa, og fer það bæði eftir jarðvegs-
tegund og veðráttu. Ennfremur eftir því á hvaða þroska-
stigi kartöflurnar eru, þegar þær eru teknar upp. Þetta
er því allt á reiki og illt mjög um að dæma. Vaninn
ræður miklu. Það, sem maginn hefir vanist á, þykir
honum gott, og er oft ófús á breytingar frá því. En það
er engan veginn alltaf kartöflunum sjálfum að kenna,
þótt þær séu bragðvondar. Það getur verið óheppilegum
áburði að kenna, t. d. of miklum og nýjum húsdýra-
áburði. Og síðast, en ekki sízt, þeim sem matreiða kar-
töflurnar, því kartöflur af ýmsum afbrigðum eru mjög
misjafnlega viðkvæm fyrir suðu. (Um matreiðslu kartaflna,
sjá síðar).
Enn eina kröfu þarf að gera til afbrigðanna, að kar-
töflurnar geymist vel. Einnig að þessu leyti eru þau
mjög misjöfn.
Hraust og bráðþroska og stórvaxin verða þau af-
brigði að vera, sem rækta á hér á íslandi. Og ennfremur
verða þau afbrigði, sem ræktuð eru á Suðurlandi, að
Seta veitt kartöflusýkinni viðnám. Því sú sýki er hér
4