Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 94
88
B U N A « A R R I T
útsæði, því sveppurinn, sem veldur kláðanum, lifir í jarð-
veginum. Aftur á móti getur kláðugt útsæði gefið góðar
og hreinar kartöflur í uppskeru, í görðum þar sem skil-
yrði eru ekki góð fyrir sveppinn í moldinni.
Svarf- eða »Njólasýki« (Erwina phytopthora). Þetta
fætlur er sjúkdómur, sem orsakast af gerli, en ekki
af sveppi, og gerir oft töluverðan skaða.
Venjulega taka menn fyrst eftir honum í júní og júlí.
Þá hætta hinar sjúku plöntur að gróa, grasið gulnar og
visnar, og neðsti hluti stönglanna, við yfirborðið og niðri
í moldinni, verður svartur. Þar af kemur nafnið »njóla-
sýki« eða »svartfætla«. Venjulega eru myndaðar smáar
kartöflur undir hinum sjúku grösum, um þetta leyti, og
hættan er sú, að þessar kartöflur lendi með útsæðinu,.
því gerillinn, sem sýkinni veldur, getur magnast mjög á
geymslustaðnum, einkum ef hann er of hlýr og of rakur.
Hin sjúku grös í garðinum þarf að taka upp og allar
smáar kartöflur, sem þeim fylgja, og útsæðið þarf að
geyma á þurrum og köldum stað. Og ekki má velja
smáar kartöflur til útsæðis, þar sem sýkinnar hefir orðið
vart. Með góðri athugun á þessu þrennu, þarf »njóla-
sýkin* ekki að fá alvarlegar afleiðingar, og ætti að
reynast auðvelt að vinna bug á henni. Því er haldið
fram af fræðimönnum, að afbrigðin séu einnig mismun-
andi næm fyrir þessum kvilla, en um það er þó allt
á reiki.
Um ýmsar aðrar skemmdir á kartöflum getur verið
að ræða, og einnig af völdum gerla. Oft verða af völd-
um þeirra miklar skemmdir á kartöflum, í byngjum á
geymslustað, án þess þó að um hina fyrrnefndu kar-
töflusýki (Ph. inf.) sé að ræða. Einkum vill bera á
þess háttar skemmdum, ef tekið hefir verið seint upp
og í vondu veðri. Og vegna þessarar hættu þarf að
taka kartöflurnar upp með gætni og fara vel með þær
eftir upptöku, þurka þær og skilja þær kartöflur vand-