Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 78
72 B ÚXAfíAR 1 í IT___________________
stað, sem að öðru leyti er vel til ræktunar fallinn. Oft
er erfitt að bæta úr þeim göllum, sem á jarðvegi eru,.
því mikið verk er það og oft kostnaðarsamt, að aka
sandi í leirkennda garða, eða mold í garða, sem eru
um of sendnir. Verður þó að reyna að bæta úr slíkum
göllum eftir föngum.
Þó að sagt sé að kartöflur vilji helzt sendinn jarð-
veg, þá er að athuga að garðurinn getur einnig orðið’
of sendinn. Og því hreinni sem sandurinn er, þess verri
er hann og snauðari að næringarefnum. Ennfremur hefir
sandurinn ekkert efnatökuafl, og því hreinni sem hann
er, þess meiri hætta er á, að næringarefni áburðarins
skolist í burtu, áður en þau koma jurtunum að notum.
Beztur jarðvegur verður að teljast sá, sem samanstendur
af sandi, leir og mold, í hæfilegum hlutföllum. Höfuð-
kostur sandgarðanna er það, að þá er auðvelt að vinna,
vor, sumar og haust, og að þeir hlýna fljótt, svo að
nauðsynlegar efnabreytingar verða þar örari en í kald-
ari jarðvegi. En gallarnir eru þeir einkum, að þeir eru
oftast næringarsnauðir, — en úr því má vitanlega bæta
með áburðinum, — og svo hættir þeim við að þorna
um of. Af þeirri ástæðu ætti aldrei að moka djúpar
götur í sendnum görðum, eins og siður er víða hér á
landi.
Kartöfluafbrigðin eru misjafnlega viðkvæm fyrir jarð-
vegi. Eitt hinna nýju, góðu ensku afbrigða, »King
George«, er t. d. fyrirtaks matarkartafla, sé hún ræktuð
á sandjörð, en þykir jafnvel mjög slæm, ef hún er
sprottin í Ieirkenndum jarðvegi.
Vinnsla jarðvegsins.
Vinnsla jarðvegsins er eitt af því, sem sízt má van-
rækja á þeim svæðum, sem kartöflur eiga að vaxa.
Verður að vanda til hennar sem bezt, því að ekki er
það minnst undir henni komið, hvernig uppskera verður.