Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 254
248
B Ú N A f) A R R I T
á all-mörgum stöðum, en það má færa sterkar líkur að
því, að það sé þó á langtum færri stöðum en almennt
er álitið. Við þessa skilgreiningu er auðvitað ekki tekið
tillit til þess neyðarástands, sem nú ríkir og gerir það
meira en vafasamt, hvort nokkur túnrækt eða engja-
nýting sé í raun og veru arðvænleg. Ef þessi skilgrein-
ing er rétt, ber að athuga hvort líkur séu til þess að
þær stóráveitur, sem gerðar hafa verið, uppfylli yfirleitt
þau skilyrði, er þarf til þess að þær séu arðvænlegar,
og hið sama gildir sjálfsagt um áveitur, sem menn hugsa
sér að efna iil. Að efna til áveitu, án þess að fullvissa
sé fyrir því að hún sé arðvænlegri en aukin túnrækt er
áveitu oftrú, en ekki heilbrigð umbótaviðleitni. Eg hefi
ekki gögn í höndum til þess að framkvæma slíka rann-
sókn viðvíkjandi neinni ákveðinni áveitu, en ýmislegt
sem birt hefir verið viðvíkjandi sumum nýjustu áveitun-
um bendir til þess, að réttmæti þeirra sé æði vafasamt,
og ef ég segi álit mitt, án þess að færa fram rök, mun
ég hiklaust segja þær meira en vafasamar. En það er
þessi skoðun mín, sem aðallega virðist hafa vakið and-
mæli gegn greininni sRæktunarmál*.
Til þess að gera sér réttmæti votlendisáveitanna eða
óréttmæfi ljóst, verða menn að athuga betur en almennt
er gert, hvað áveiturnar eru og hverja möguleika þær
fela í sér. í því sambandi verður að skipta áveitunum
í flokka, betur en gert er, og horfasf í augu við það,
hve þær flestar eru takmarkaðar. I fyrsta flokk koma
þær áveitur, þar sem svo vel fer saman land og áveitu-
vatn, að engjarnar heldur batni en gangi úr sér, ekki
að eins fyrst í stað, heldur og um fyrirsjáanlega fram-
tíð. Það eru varanlegar áveitur. Varanleiki þeirra
byggist vitanlega á því, að landinu berist með vatninu,
í gruggi og uppleystum efnum, jafngildi þeirra efna,
sem burt eru flutt í heyfallinu. Slíkar engjar eru til, en
því miður líklega ekki eins víða og haldið er. Eitt
dæmi þeirra eru Reynistaðar-engjarnar í Skagafirði, sem