Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 277
BÚNAÐARRIT
271
Öll þessi mál, nema eitt, fengu afgreiðslu á þinginu
út af fyrir sig, eða í sambandi við önnur mál. '
II. Afgreidd mál.
A. Lög B. í., kosningar til. Búnaðarþings og kjörgengi
fulltrúa.
1. Mál nr. 11, 13 og 20.
a. Nr. 11. I sambandi við umræður um rétt fulltrúa
bændaskólanna og fulltrúa Sunnlendingafjórðungs, til setu
á þinginu, komu fram, auk áðurnefndra tillagna, tillögur
á þskj. 24, 30 og 37, og á þingfundi 17. febr. kvaddi
Jón H. Þorbergsson sér hljóðs, utan dagskrár, og upp-
lýsti fyrir Búnaðarþingi:
»Að ef hann fengi ekki sæti á þessu Búnaðarþingi,
sem hann teldi sig hafa rétt til, þá myndi hann leita
fógetaúrskurðar um málið*.
Engin tillaga var borin upp til atkvæða í þessu máli,
nema tillaga á þskj. 2, sem áður er sagt frá — og
fógetaúrskurðurinn kom ekki fram. — Liggur þá af-
greiðsla málsins í samþykkt tillögunnar á þskj. 2.
b. Nr. 13. Þinginu barst útskrift úr gerðabók Bún-
aðarfélags Siglufjarðar, frá fundi þess 6. febr. þ. á., þar
sem samþykkt var að fara þess á leit, að Búnaðarfélagi
Siglufjarðar yrði veittur réttur til að hafa nú, og fram-
vegis, einn fulltrúa á Búnaðarþingi. Kaus fundurinn
]ón Jóhannsson, ritara félagsstjórnar, til þess að mæta
á þessu þingi og kom hann sjálfur með erindi þetta.
Málinu var vísað til allsherjarnefndar og fékk þá af-
greiðslu að samþykkt var, með 11 samhlj. atkvæðum
tillaga nefndarinnar, á þskj. 34, svohljóðandi:
»Málaleitun Búnaðarfélags Siglufjarðar, á þskj.
nr. 29, um það, að fá viðurkenningu Búnaðarþings
á því, að það, sem sjálfstæður aðili, fái rétt til þess