Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 53
B Ú N A i) A R R I T
47
ist mér bleikar og rauðar kartöflur í mestum metum,
t>ó að við Islendingar álítum litinn ekkert aðalatriði og
látum okkur >smakkast< kartöflurnar, þó þær séu hvítar
og bláar. — Þó verður að játa, að útlit dökkblárra kar-
taflna er ekki eins geðslegt og útlit þeirra, sem ljósar
eru á hörundið.
Lögun kartaflnanna þarf að vera sem heppilegust.
Þær mega vera bæði hnöttóttar eða ávalar, eða flatar,
en yfirborð þeirra á alltaf að vera sem jafnast og slétt-
ast. Ljótt er þegar kartöflur eru mjög aflagaðar, eða
illa vaxnar, eins og oft sézt á hinum hvítu, hnöttóttu
kartöflum, sem oft eru ræktaðar hér og víðar. Galli er
það líka á kartöflunum, ef >augun« eru mjög djúp, og
»naflinn« má ekki heldur vera það. Kartöflur af sama
afbrigðinu eiga að vera sem líkastar að lögun og lit.
A lit og lögun er oftast hægt að þekkja afbrigðin að,
en þó er það ekki einhlítt.
Þegar um kartöflurækt er að ræða, þar sem menn
vilja reyna að hafa sem mestan hag af henni, og það
ættu allir að vilja, þá þurfa menn þegar í upphafi að
9era sér ljóst, að munur á afbrigðum er mikill, og að
það á að halda hverju þeirra út af fyrir sig. Sé t. d.
um fjögur afbrigði að ræða, í sama garði, og eitt þeirra
reynist bezt, þá er það skaði, að rækta hin þrjú. Það
ætti hver maður að geta sagt sér sjálfur, en þó er ekki
svo, því að hér eru menn oft og tíðum harla óglöggir
á kartöflurnar — svo að ég hefi oft undrast það stór-
um, um menn, sem eru með afbrigðum glöggir á aðrar
greinar búskaparins, t. d. um fénaðinn.
Hvort gras af einu afbrigði gefur 100 gr meiri upp-
skeru en gras af öðru afbrigði, sýnist mörgum ef til vill
ekki mikill munur. En sé um 800 grös að ræða, á
100 Q m lands, þá nemur sá niunur þó 80 kg af þeim
feit. — Til þess að fá glögga hugmynd um uppskeru-
magn afbrigða, þarf vilanlega að vega og mæla upp-
skeruna, því ekki er nóg að líta á hana, því augað svíkur.