Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 4

Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 4
82 DVÖL sennilega, hugsuðu þeir og and- vörpuðu, mundi hjarta konunnar einnig vera lokað, því að konan hafði ekki gengið undir grænkandi trjánum. Þannig er lífið, hugsuðu þeir og horfðu daprir á bátana á glitrandi vatninu, börnin, sem léku sér, og elskendurna, sem sátu á grænu grasinu og héldust í hend- ur. Þannig var lífið. Þegar hjartað er opið, eru búðirnar venjulega lokaðar. En þeir ákváðu samt að reyna að hafa hemil á skapi sínu framvegis. Þessi bjarta vorsól og nýút- sprungnu tré höfðu djúp áhrif á Peter Bett, eins og alla þá, sem komu undir áhrifasvið þeirra.Hann fann sárar til einstæðingsskapar síns en nokkru sinni fyrr. Þrátt fyrir birtuna í kring um hann, varð enn dimmra í sál hans. Trén voru sprungin út, en hann var enn líf- vana. Elskendurnir gengu saman, tveir og tveir; hann gekk einn. Þrátt fyrir vorið og sólina, þrátt fyrir, að í dag væri laugardagur, og að á morgun yrði sunnudagur — eða öllu heldur vegna þessa, sem hefði átt að gleðja hann eins og það gladdi alla aðra — ráfaði hann um Hyde Park, þar sem krafta- verkið gerðist allt í kringum hann, gripinn sárum einstæðingsskap. Eins og venjulega leitaði hann huggunar í hugarheimi sínum: Ung, yndisleg stúlka hnaut um lausan stein og snérist um öklann. Stærri og gjörvulegri en í raun- veruleikanum, brá Peter við til þess að veita henni aðstoð sína. Hann fór með hana heim í bíl (sem hann borgaði sjálfur) — í Grosvenor Square. Það kom í ljós, að hún var dóttir lávarðar. Þau elskuðu hvort annað .... Eða þá, að hann bjargaði barni, sem hafði dottið í tjörnina, og ávann sér þannig ævarandi þakk- læti móðurinnar, sem var rík, ung ekkja. Já, ekkja; Peter lagði alltaf áherzlu á það. Tilgangur hans var fullkomlega heiðarlegur. Hann var ennþá mjög ungur og hafði hlotið gott uppeldi. Eða þá, að ekkert slys varð upp- haf kunningsskaparins. Hann sá aðeins unga stúlku sitja eina á bekk ákaflega einmana og sorg- mædda. Hann gekk til hennar djarflega, en þó kurteislega, tók ofan og brosti. „Ég sé, að þér eruð einmana,“ sagði hann. Hann talaði frjálslega; málið var fallegt, alveg laust við hreim Lancashire- mállýzkunnar, og það var ekki vott- ur af þessu hræðilega stami, sem í raunveruleikanum olli honum svo mikilla kvala. „Ég sé, að þér eruð einmana. Það er ég líka. Má ég sitjast við hliðina á yður?“ Hún brosti og hann settist. Og svo sagði hann henni, að hann væri mun- aðarleysingi og að eina manneskj- an, sem hann ætti að, væri systir, sem væri gift í Roehdale. Og hún sagði: „Ég er líka munaðarleys- ingi.“ Það tengdi þau sterkum böndum. Þau sögðu hvort öðru, hvað þau áttu bágt. Og hún fór að -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.