Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 19

Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 19
D VÖL 97 „Vllllr liann66 Kt'tir RagnlioiAi .lóiiHdóttur Þaö var sunnudagur á miöjum engja- slætti, ekki neinn venjulegur sunnudagur, heldur reglulegur hátíðisdagur. í fyrsta lagi voru flestir búnir að ná heim heyjunum eftir langvarandi óþurka, og í öðru lagi átti að vera meiri háttar útisamkoma á Völlunum. Þessi samkoma hafði þrisvar sinnum verið auglýst í út- varpinu, sem ekki var að furða, því að skemmtiskráin var ekki neinn hégómi: — Guðsþjónusta, glímur, gamanvísur og dans. — Geiri í Móum var líka snemma á fótum þennan morgun, þó að hann væri þreytt- ur eftir heyþurkinn. Hann var lengi búinn að hlakka til að fara á þessa samkomu, slíkar ferðir voru eiginlega nýnæmi fyrir hann. Bærinn var afskekktur, og hann hafði fram að þessu hvorki átt reiðhest né góð reiðtygi. Nú átti hann hvort tveggja og gat því fyrst talizt maður með mönnum. Geiri var búinn að sækja Mósa sinn og leggja á hann nýja hnakkinn, og nú skrapp hann inn til þess að fá sér matarbita áður en hann lagði af stað. Faðir hans sat uppi við dogg í rúmi sínu og las í gömlum Timablöðum, en Gunnsa gamla, vinnukonan, var að byrja að klóra sér. Það var fyrsta morgunverk hennar, jafnt helga daga sem rúmhelga. Geiri leit í kringum sig í baðstofunni og skildi ekkert í sjálfum sér að hafa unað svona lengi heima í þessu dauðans fásinni. En hann var nú ráðinn í því að komast að' heiman í vetur, hvað sem það kostaði. Faðir hans leit upp úr lestrinum. — Og þú ætlar að fara að þeysast þessa líka stuttu leiðina, sagði hann. Geiri anzað'i engu. — Það er nú meira bramboltið á þeim um hásláttinn. Ég trúi, að það verði ein- hver linur við vinnuna á morgun, en það er nú ekki verið að hugsa um það nú á dögum. Geiri hlustaði á þetta skraf eins og það kæmi honum ekki við, og nú kom móðir hans inn með morgunkaffið og matinn handa honum. Hann át í mesta flýti og kastaði svo kveðju á fólkið og hljóp út. Móðir hans kom á eftir honum fram í dyrnar. — Hafðu trefilinn þinn um hálsinn, væni minn, sagði hún. Það getur kólnað með kvöldinu. Og mundu nú eftir að fara var- lega. Það eru svo margvíslegar þessar freistingar í henni veröld. — Vertu alveg róleg, sagði Geiri borgin- mannlega. Ég passa mig. — Ég vona, að guð gefi það, en mig dreymdi samt ekki vel í nótt. — Það er ekki að marka drauma, sagði Geiri og kyssti hana svo lauslega á kinn- ina, hljóp síðan á bak Mósa sínum og reið í burt. En móðir hans stóð ein eftir, voteyg af eldhúsreyk og erfiðum draumum. Geiri átti nokkuð langa leið að fara. Fimm tíma lestaferð var það talið, meðan reiknað var með þeim seinagangi. En Mósi var viljugur, svo að ferðin gekk greið- lega. Geiri hafði lika hug á að koma nógu snemma, til þess að missa ekki neitt af dýrðinni. Það var annars leiðinlegt, að mamma hans skyldi ekki fara líka. Hún hefði áreiðanlega haft gaman af því, fyrst veðr. ið var svona gott. Hann kveið fyrir því að segja henni, að hann ætlaði að fara að heiman í vetur. En hann varð að sjá sig eitthvað um. Hann var orðinn 19 ára og gat ekki þolað lengur að vera eins og eitthvert við- undur í hópi jafnaldra sinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.