Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 29

Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 29
D VÖL hraöa. Og vestur yfir himinhvolfið héldu kappför sína stjarna, sól og máni. Þannig sáu Evrópubúar stjörnu og sól rísa með stuttu millibili yfir sjónhringinn. Með minkandi fjar- lægð risu þau hærra og hærra, þar til loks þau runnu saman í eina blikandi kringlu í hádegisstað. Tunglið skyggði nú ekki lengur á stjörnuna og það sást ekki í blik- andi ljóshafi loftsins. — Þó að flest- ir þeir, sem enn voru á lífi litu á þessi undur með sljórri skynjun, voru þó til menn, sem skildu hvað var að gerast. Stjarnan og jörðin höfðu komizt í mestu nálægð og voru nú aftur aö fjarlægjast. Stjarnan var komin fram hjá jörð- inni og með sívaxandi hraða hófst nú lokaþátturinn í geysiför hennar inn í sólina. Þá dimmdi í lofti og rafþrungin skýin umvöfðu jörðina og regnið streymdi niður yfir öll höf og öll lönd hnattarins, en dökkrauðar logatungur eldfjallanna sleiktu svört skýin. Og vötnin beljuðu yfir löndin og huldu þau aur og leðju, og í svaðinu voru rústir og rof og dauðir búkar manna og dýra. Á eftir birtu og hita komu nú tímar myrkurs og skugga, og mánuðum saman nötraði jörðin af eldgosum og landskjálftum. En stjarnan var horfin og soltnir og þjáðir skriðu mennirnir út úr fylgsnum sínum og klöngruðust yf- ir ófærur og vegleysur til sinna hrundu borga, skemmdu forðabúra 107 og eyðilögðu akra. Þau fáu skip, sem staðist höfðu skelfingar haf- rótsins snéru aftur til brotinna hafna og þræddu gætilega leið sína yfir nýjar grynningar og óþekkt hafdýpi. En þegar stormana lægði urðu menn þess varir, að dagarnir voru heitari en áður, að sólin var stærri og að tunglið hafði fjar- lægst og sýndist aðeins þriðjungur af sinni upphaflegu stærð. Stjörnufræðingum á Marz var mjög tíðrætt um það sem gjörst hafði. „Eftir hraða og efnismagni þessa vígahnattar, sem fór í gegn um sólkerfið, er það mesta furða, hve litlar skemmdir urðu á jörð- inni, sem hann þó fór svo nálægt.“ ritaði einn þeirra. „Öll hin gamal- kunnu meginlönd og hafbreiður virðast óbreytt með öllu, og hinn eini sjáanlegi munur, er samdrátt- ur hinna hvítlituðu svæða við pól- ana, og sem vísindamenn hafa haldið fram að væri frosið vatn.“ — Sem aðeins sýnir, hversu smá- vægilegur hinn stórkostlegasti harmleikur mannkynsins sýnist í nokkurra milljón kílómetra fjar- lægð. Ávextirnir eru sætastir þegar erf- iðast er að ná þeim. Þú missir lítið, þótt þú tapir auði þínum. Þú missir mikið, ef kjark- urinn bilar. Þú missir allt, ef þú glatar heiðri þínum. Hollenzkur málsháttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.