Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 79
DVÖL
157
Fólktð og’ framtiðiii
I'.ftir Henry Ford
Henry Pord er kunnari en frá þarf
að skýra. Hann er nú gamall maður,
en þó ern. Sonur hans, Edsel Ford,
mun nú vera aðalforstjóri verk-
smiðjanna. Stóriðja Fords hefir
valdið gerbreytingum á öllum meiri
háttar verksmiðjuiðnaði og mun
nafn hans lengi geymast sem braut-
ryðjanda í þeim efnum, þó að hins-
vegar séu allskiptar skoðanir um
ýms afskipti hans og aðferðir í at-
vinnumálum.
Þið skuluð taka vel eftir orðum
mínum. Flugtaíllinn kemur bráðum.
Þið brosið kannske, en hann kem-
ur. Og hann verður ekki fundinn
upp af einum manni.
Tvö stærstu hlutvrk flugiðnað-
arins, sem óunnin eru, eru miklu
stærri og miklu minni flugvélar.
Þær fyrri eru á leiðinni, þær síðari
hljóta að koma, er þessari iðnaðar-
grein miðar áfram.
í náinni framtíð mun efni í bif-
reiðahúsin koma beint úr sveitun-
um. Það er jafnvel hægt að nota
illgresið sjálft. Húsgögn verða búin
til úr korni. Timbrið er of lengi að
vaxa. Settu næstum því hvaða
hrærigraut sem er undir nógu
mikinn þrýsting og þú hefir efni-
við með ótrúlegustu möguleikum.
Senn mun fólkið streyma aftur
til sveitanna. Þar gerast land-
vinningar nýrra kynslóða. Þar er
óþrotlegt landrými. Þar bíða hin
stærstu og ótrúlegustu verkefni.
Það er ágætt fyrir pilta úr sveit
að dvelja um stund í borg og læra
af reynslunni. Piltarnir úr borgun-
um þurfa hins vegar að læra sveita-
störfin. Hvorttveggja mundu stór-
lega hagnast.
Ég var alinn upp í sveit og ég
er þakklátur fyrir það. Þar lærði
ég margt, sem ég aldrei hefði
kynnzt sem bæjarbarn.
Sveitalífiö tengir einstaklinginn
náttúrunni og kennir honum að
hugsa. Sveitadrengurinn lærir
fljótt að vinna og að nota hend-
urnar. Hann lærir þolinmæði.
Hann verður líkamlega sterkur.
Hann lærir að treysta á sjálfan
sig.
En í borginni lærir æskumaður-
inn að þræða sínar eigin götur.
Það skerpir greind hans og það
vekur áhuga hans.
í sveitinni víkkar sjónhringur
borgarbarnanna. Hví skyldu því
ekki foreldrarnir senda börn sín
í sveit og til sveitastarfa?
Iðnaðurinn á sök á miklu af því,
sem aflaga fer í heiminum. Hann
hefir ekki stefnt í rétta átt. Laun-
in voru of lág og framleiðslan of
dýr.
Iðnrekendurnir skildu ekki, að