Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 26

Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 26
104 DVOL eyðileggingarinnar. Ferðalangurinn utan úr ógnadjúpum geimsins hafði rekist beint á Neptúnus og áreksturinn hafði breytt tveimur efnisþéttum himinhnöttum í eitt geysilegt, glóandi eldhaf.Hin mikla, hvítföla stjarna hélt áfram ferð sinni og hvarf í vestri, þegar sólin hækkaði á lofti. Þegar hún næst reis yfir Evrópu sneru allra augu mót austri. Á hverju húsþaki, hverju torgi, hæð eða auðu svæði, var grátt af fólki, sem starði mót hinni nýju, rísandi sól. Með undarlegum, hvítum glampa steig hún upp af sjón- deildarhringnum, og þeir, sem höfðu sér hana koma í ljós daginn áður hrópuðu nú upp yfir sig: „Hún er stærri,“ sögðu þeir. „Hún er bjartari." Og í hálfdimmum stjörnuturnum horfðu vísinda- mennirnir órólegir hver á annan. „Hún er nær,“ hvísluðu þeir. „Nœr.“ Skröltandi símritunartækið greip orðið á lofti og sveiflaði því eftir óteljandi símþráðum, og í þúsund- um borga rann letrið gegn um blýlita fingur setjaranna. „Hún er nær.“ — Hinn uggvæni möguleiki, sem fólst í þessum orðum flaug skyndilega um hugskot fólks á þús- und stöðum. Þessi dagur leið sem fyrirrenn- arar hans, og á síðari vöku hinnar köldu nætur reis hin kynlega stjarna á ný. Hún var nú svo björt, aö vaxandi tunglið var hjá henni sem svipur eða vofa. Þá nótt vakti fólk um gjörvallan heim, en klukk- urnar ómuðu í miljónum kirkju- turna, ekki til þess að hringja fólkið í svefn, heldur til að kalla það saman til iðrunar og yfirbóta og til bænagjörðar. Það var bjart í hverju stræti og ljós í hverjum glugga. Skipakví- arnar voru upplýstar og á öllum vegum, er lágu til hæða og hnjúka í námd við borgir og bæi, moraði af fólki liðlanga nóttina. Við strendurnar var fullt af skipum, sem stefndu út á hið breiða haf. Aðvörun heimsfrægs stærðfræð- ings þaut eftir símþráðum jarðar- innar land úr landi: Neptúnus og hin nýja stjarna í sínum funheitu faðmlögum stefndu þráðbeint á sólina sjálfa. Þessi ógurlegi eld- hnöttur barst með hundrað og fimmtíu kílómetra hraða á sek- úndu. Með hverri sekúndu óx þessi hraði. Eftir stefnunni, hefði stjarn- an átt að fara fram hjá jörðinni í fjarlægð, sem talin yrði í hundr- uðum miljóna kílómetra. En ná- lægt hinni ákveðnu braut hennar brunaði Júpíter með öll sín tungl á glæsiför sinni kring um sólina. Með hverju augnabliki óx aðdrátt- araflið milli þessa risa meðal plán- etanna og eldstjörnunnar. Hver yrði afleiðing þessa aðdráttarafls? Óhjákvæmilega mundi Júpíter sveigjast út af sporbraut sinni og mynda aflanga hringbraut. Vegna þessa aðdráttarafls mundi eld- stjarnan dragast langt út af leið sinni til sólarinnar og mynda sveig- braut í áttina til jaröarinnar, ef
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.