Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 18

Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 18
96 DVÖL þekkti það fiá fyrri tíð heima. En hvar var þetta Hvítárvatn, sem mest var látið af. Var það, þegar til kom, ekki annað en ósjáleg tjörn í auðninni þarna innan við Bláfell? Degi var tekið að halla. Félagi minn horfði tómlega fram undan sér. Hann spurði einskis framar, og ég sá, að hann var þreyttur og undrandi á öllu þessu grjóti og annarlegu tíbrá. Hvern þremilinn átti ég til bragðs að taka, ef allt skyldi nú reynast ósatt, er ég hafði sagt honum frá Hvítárvatni? En hægt og hægt tók að birta fram undan, og hið móleita mist- ur, sem norðanblærinn bar ofan af Kili, reifaðist rósfjölluðu skini. — Við flýttum okkur upp á næstu öldu, — og þar opnaðist í einni svipan undarlegt útsýni og undur- samlegt, líkt og guðir ljóssins hefðu tjaldað þar leiksvið fyrir sig og fjöllin. Sólin sjálf fólst bak við skýjaband yfir Langjökli miðjum, en norðvesturloftið allt var sem brennandi bál og jökull- inn svaraði með daufgrænum bjarma. Mistrið sindraði eins og ar í geislum við hið gullna skýja- skin, og gegnum það sá vatnið sjálft, Hvítárvatn, og hið fagra athvarf þess undir rótum jökuls- ins. Á vatninu sýndist sveima fjöldi skipa undir fannhvítum seglum, silfurfloti í sólroðnu mistri öræfanna. En allt var þetta með annarlegum, yfirmennskum blæ, líkt og horfinn heimur eða hillinganna land. Lengi stóðum við höggdofa og horfðum, en mæltum ekki orð. Öll þreyta var horfin og allar efasemdir. Hvor með sínum hætti, hugarfari og þjóðerni nutum við í djúpri and- akt hinnar undursamlegu ljós- kviðu, sem leikin var fyrir augum okkar. Allt, sem ég hafði heyrt um fegurð Hvítárvatns, og allt, sem mig hafði sjálfan grunað, var sem hljómandi málmur móti gæzku veruleikans sjálfs. — Seint um kvöldið komum við í Hvítárnes og tjölduðum þar. Beint á móti reis Skriðufell og varpaði skugga sínum á skyggðan vatns- flötinn, en beggja vegna við það teygði jökullinn hramma sína nið- ur í vatnið, og öðru hverju heyrð- ust þaðan þungar dunur, þegar ís- inn brast og hin hvítu skip hlupu af stokkum. — Nú var svalblátt sumarhúmið hnigið á öræfin, og gegn um það glottu íshamrarnir að okkur yfir vatnið, en jökulhvel- in risu hátt við heiðríkjuna í líf- vana ljóma, líkt og horfðu þau til himins í heiðinni bæn. — Þetta var á sólmánuði sumarið 1922. Þá var enn fáferðult og frið- sælt við vatnið, engin hjólför og dagleið til byggða. Síðan hefi ég víða farið og séð marga fagra staði, en þó engan, sem orkað hefir að varpa skugga á hina fyrstu út- sýn yfir Hvítárvatn. Hún kemur mér jafnan í huga eins og undur- samleg draummynd um kyrrlátt kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.