Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 34

Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 34
112 ÐVÖL verður og vel skiljanleg, þegar þessa er gætt. Ef það er rétt, sem sagan hermir, að fregnin um ferð- ir Sigfússona hafi borizt með föru- konum fram að Álfhólum, daginn áður en brennan fer fram, þá seg- ir það sig sjálft, að hún muni hafa borizt að Bergþórshvoli og það jafnvel fyrr. Förukonur fóru að jafnaði ekki hratt yfir landið og því óskiljanlegt að þær bæru stórtíð- indi í tæka tíð allt annað en þang- að, sem þau þyrftu að berast. Að Álfhólum er svipuð vegalengd úr Fljótshlíðinni og að Bergþórshvoli, og hins vegar skammt á milli þeirra bæja. Eg tel því allt benda til, að Njáli hafi borizt njósnir um ferð Sigfússona og komu Flosa, daginn áður en brennan fer fram. Vel má vera, að Skarphéðinn og aðrir heimamenn hafi verið duldir þeirra frétta, að gömlu hjónin hafi talið heppilegast, að þau geymdu tíðindin ein fyrst um sinn. En ólíkt er það Njáli, ef hann hefir ekki — þegar er fréttin barst — gert ráðstafanir til liðssafnaðar. Hann var fljótur að njósna og kveðja til mannsafnaðar þegar Rangvellingar sóttu Gunnar að Hlíðarenda heim hið fyrra sinn. Og minna var honum ekki ætlandi að gera fyrir sonu sína, sem hann sýndist hafa unnað mjög og vildi ekki lifa sjálfur. Ennfremur má það og ólíklegt teljast, að Helgi Njálsson hafi ekki kvatt menn út til liðssamdráttar, þegar hann er staddur á Álfhólum hjá vinafólki sínu og frétti um ferð Flosa og Sigfússona. Helgi var þó vinsæll maður og vitur sem faðir hans, einn af þeim, sem fátt sýnist hafa komið á óvart og fáu mætt óundirbúinn. Og það út af fyrir sig, að hann var tengdasonur hins mikla höfðingja, Ásgríms Elliðagrímssonar, átti ekki að draga út því, að honum yrði vænlegt til liðs. En hvers vegna kom þá ekki fyr- irhuguð og undirbúin hjálp Njáli og sonum hans í tæka tíð? Að því gátu legið ýmsar skiljanlegar á- stæður. Landeyjarnar virðast hafa verið mjög strjálbýlar á þessum tíma. Landnáma getur aðeins þriggja landnámsmanna í Austur- Landeyjum. Og Njála nefnir þrjá bæi í Vestur-Landeyjum, Bergþórs- hvol, Álfhóla og Berjanes. i Aust- ur-Landeyjum kemur einungis einn bær við sögu Njáls, þ. e. Hvítanes, þar sem Höskuldur bjó. Vegna strjálbýlis hefir því ekki verið auð- hlaupið að því að draga saman mikið lið á skömmum tíma. Og mestu mun þó sennilega hafa ráð- ið í því efni, að öflugustu styrktar- mennirnir, höfðingjarnir Ásgrím- ur Elliðagrímsson og Hjalti Skeggjason, voru búsettir út í Ár- nessýslu. Af því að nálæga forystu vantaði, getur liðssöfnunin hafa lent í hiki og handaskolum, og ekki sízt vegna þess, að allir vissu, að Flosi mundi liðsterkur og því ekki auðsóttur nema með öruggri forystu og fjölmennu liði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.