Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 67
D VÖL
145
átta, tíu ár hélt Svarta mamma á-
fram, skuggaleg, vesæl, veik af
hungri, tærð af hitasótt, að biðja
alla, sem lögðu af stað upp í fjöll-
in, að flytja heim hinn elskaða
líkama, svo að hún gæti lagt hann
í kristilega gröf.
Svo var það einn morgun í marz,
þegar vegirnir voru ófærir og
fjallahringurinn var eins og hvít
ófreskja og leiðsögumennirnir leit-
uðu skjóls í kofum sínum, að
kröftugur og ófyrirleitinn Þjóð-
verji lagði einn síns liðs inn á
braut þá, sem lá til stóra vatnsins.
Við reyndum allir að telja hann
ofan af því, leiðsögumennirnir
neituðu að fylgja honum. Þetta
var versti tími vetrar, stormurinn
blindaði mann. En hann lét ekki
bugast. Og Svarta mamma, sem
var alltaf viðstödd til þess að
kveðja þá, sem fóru að leita að
syni hennar, var svo sannfærð um
það þennan dag, að Þjóðverjinn
myndi finna hann, að hún fór á
eftir honum. Hún þekkti ekki stíg-
ana, vissi ekki hvar hún ætti að
leita dauðans eða finna fallegt út-
sýni. Hún vissi aöeins, að þessi
sterki, hugrakki maður, mundi
finna son hennar. Þennan marz-
morgun í hríðarveðri sáum við
ljóshærða manninn og svörtu kon-
una hverfa sjónum okkar. Fyrst
gekk hann á undan, en hún á eftir.
Síðan gekk hún á undan.
— Og komu þau aftur?
— Nei. Sennilega hafa þau fund-
ið soninn.
Allt og ekkert
Mestu þjóðflutningar mannkyns-
sögunnar hafa átt sér stað í Kína
á undanförnum mánuðum. Talið er
að 40 milljónir manna hafi flutt sig
1000—3000 kílómetra frá ströndinni
og inn í landið. Þjóðflutningar
þessir stafa af innrás Japana.
Hitaveiki fylgir ekki öllum sjúk-
dómum, þótt margir álíti að svo sé.
Napóleon mikli var öllum mönn-
um kulsælli. Hann lét ætíð hita
sæng sína með hitadunk áður en
hann gekk til hvílu.
Rauðbrúnir karlmannsskór með
grænum sólum og grænum reimum
og svartir skór með rauðum sólum
og rauðum reimum eru „móðins“
í Bandaríkjunum um þessar mund-
ir. Karlmenn eru þar einnig farnir
að ganga í mjög litsterkum fötum,
t. d. safírgrænum, skarlatsrauðum
og appelsínugulum kjólfötum. Or-
sök þessa nýja móðs er rakin til
skraddara eins á Fifth Avenue í
New York, en hann saumar föt fyrir
marga af ríkustu mönnum landsins.
Svisslendingar eru taldir mestu
mjólkurneytendur í Evrópu. Meðal-
neyzla hvers einstaklings er 230
lítrar á ári.
Roosevelt Bandaríkjaforseti fær
rúmlega 4000 „einkabréf“ daglega.
Milli varðstöðva í „múrgarðinum
mikla“ í Kína (byggður á 3. öld e.
Kr.) voru talpípur, svo hægt var
að ræðast við milli stöðvanna.
Talpípa lá eitt sinn milli tveggja
húsa við Hafnarstræti í Reykjavík
— þvert yfir götuna.
Á einum mannsaldri hefir flug-
vélahraði aukizt úr 60 km. á klst.
upp í 600 km. á klst.