Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 76
154
DVÖL
gatinu og því næst bjástur og um-
stang og klið af fuglakvaki.
„Liebling!“
Ernst kom inn hlaðinn af fugla-
búrum.
„Þeir hafa handtekið Brandt og
tekið útvarpstækið hans. Getum
viö ekki gefið kanarífuglunum hans
lebensraum?“
ísabella stóð og starði á hann,
hélt niðri í sér andanum, beið.
„Schulter, fitubelgurinn uppi á
lofti, var njósnarinn.“
Hann lagði frá sér kanarífugl-
ana og tók hana í fangið.
„Varaði ég þig ekki við því, hvað
hættulegt það gæti verið? Þeir
hefðu getað tekið þig líka, Bella.“
Svo sleppti hann henni allt í
einu og leitaði í vösunum.
„Sjáðu, brúðkaupsafmælisgjöf!
Hann hefir sloppið fram hjá þeim.“
Það hlakkaði í honum af ánægju.
„Fann hann á bak við moldar-
sköfu.“
STÓRA BRETLAND TIL ÞÝZKU
ÞJÓÐARINNAR.
Hann varð undrandi og beiö
þangað til ísabella varð máttlaus
af hlátri.
„Hvað er að?“ spurði hann.
„Þú ert guödómlega ósamkvæm-
ur sjálfum þér, elskan,“ andvarp-
aði hún og létti mikið.
Þessi saga vann fyrstu verðlaun í sam-
keppni, sem enska tímaritið Time and
Tide efndi til nýlega og birtist í því 20.
apríl síðastl. Höfundurinn er áður ó-
þekktur.
Næsta hefti kemur út í septem-
berlok. Þar verða meðal annars
skáldsögur eftir
JOHN GALSWORTHY
HENRYK SIENKIEWICZ
MICHAEL ARLEN
og marga fleiri, auk annars fræð-
andi og skemmtandi efnis.
Sýnið kunningjum yðar Dvöl og
hvetjið þá til að gerast áskrifendur.
Árgangurinn kostar aðeins sex
krónur.
í Ameríku getur þú kosið aðstoð-
arlaust, þótt þú sért blindur. Þú
biður bara um kosningaseðil með
blindraletri.
í Suður-Ameríku var hraun-
rennsli úr eldgíg breytt með því að
kasta sprengju úr flugvél á gíg-
barminn og opna þannig hrauninu
aðra útrás.
Hænsnin komu upphaflega frá
Indlandi og kalkúnarnir frá Ame-
ríku.
Amsterdam hefir stundum verið
kölluð Feneyjar Hollands. Hún
stendur á 99 eyjum.
Rúmlega helmingur af íbúum
jarðarinnar borða hrísgrjón þrisv-
ar á dag.
Talið er að „A“ sé fyrsti stafur-
inn í stafrófi allra þjóða.
Ef radiumgeislar falla á demant
verður hann grænn eftir það.
Á Samóaeyjum ganga karlmenn
með langt hár, en konurnar stutt-
hærðar.
í Japan er það kurteisismerki að
hvæsa út á milli tannanna.