Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 35

Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 35
DVÖL 113 Eitt af því, sem bendir á undir- búinn liössafnað af hálfu Njáls og sona hans, er og athafnir Flosa í brennulokin. Hann telur sér eigi setugrið boðin, sem von var til. Og hann hraðar mjög ferð sinni, fer jafnvel áður en vitað er með vissu, hvort allir séu dauðir, sem við eldinn börðust. En hann fer ekki beina leið inn í Þórsmörk, sem var þó skemmsta og heppilegast leiðin austur á bóginn. Hann fer heldur í aðra átt upp í Hvolhrepp — eða stytztu leið frá Bergþórshvoli til fjalls og skógar. Hann sýnist hitta Ingjald frá Keldum aðeins vegna þess, að leiðin, sem hann velur til undankomu, gaf honum svo gott tækifæri til þess. Það, hvernig Flosi hagar ferð sinni frá Bergþórs- hvoli, verður naumast skilið á ann- an veg en að hann hafi búizt við árekstri við andstæðingana á hverri stundu. Annars hefði hann ekki sótt til skógar úr leið eða falið sig í fjöllum um langan tíma. Og sag- an sjálf staðfestir fyllilega, að Flosi hafi í þessu ekki farið villur vegar. Því það skiptir ekki löngum tog- um áður en Ásgrímur og Hjalti eru komnir austur að Þverá — alla leið utan úr Árnessýslu — með fjölda manns. Af öllu því, sem hér hefir veriö sagt, leyfi ég mér því að draga eftirfarandi ályktanir: Njáll geng- ur inn í húsin á Bergþórshvoli, ásamt mönnum sínum, af því að hann veit þau ramger og því örð- ug til sóknar. Hann veit, að eldur muni að þeim borinn, en hann er viðbúinn að mæta honum. Og hamr byggir á því, að vörnin inni muni endast þangað til lið, sem búið var að leggja drög fyrir, kæmi til hjálp- ar. En þetta fer öðruvísi en ætlaö var. Kolur Þorsteinsson finnur ráð til að flýta brennunni, og tekur hún því skamma stund. Hjálpin utan frá kemur of seint. Njáll hefir gert sitt til þess að bjarga sér og sínum. En þegar varnirnar bregðast af óvæntum orsökum,vill hann ekki lifa lengur. Hann kýs að deyja meö sonum sínum, af því að hon- um mistókst að verja þá og vantar jafnvel kjark og getu til að hefna þeirra sjálfur. Þannig skilst mér að Njáli hafi farið á hinni átak- anlegu úrslitastund, en hvorki of- trú né elliglöp hafi ráðið gerðum hans. Njáll virðist stundum ekki hafa sett það fyrir sig að tefla á tvær hættur. Ef treysta má sög- unni, er ljóst dæmi þess fyrsta ferð Gunnars á Hlíðarenda í Dali vestur, sem farin var að ráðum og undirlagi Njáls. Ef til vill hefir hann ætlað Flosa að falla á sjálfs síns bragöi, á svipaðan hátt og Hrútur féll fyrir Gunnari. Með því að leyfa Flosa að komast alla leið að sér og bera eld að húsum, gat Njáll verið að safna glóðum elds að höfði honum. Tækist að hrekja hann frá því hefndarverki sínu með utanaðkomandi hjálp, hafði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.