Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 39

Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 39
D VÖL Sjálfur tek ég brúna klárinn há- fætta, sem alltaf hrekur bleika folann burt, ef hann vill þaö við hafa. Svo ríðum við hægt af stað. Makkar hestanna lyftast upp í fangið á okkur, en rök moldin slettist á kvið þeirra. Vegurinn er beinn og lagður trjábolum, svo að vagnarnir sökkvi ekki í gljúpan jarðveginn. Áin Deime glitrar silf- urlit vinstra megin við okkur. Beint fram undan bera hávaxin, dökk trén við rauðan kvöldhimin- inn. Á skógargötunni er stillilogn, en að vitum okkar leggur sterka angan af nýslegnu heyi. Bök hross- anna eru þvöl af svita. María hreyf- ist við hvert spor folans, eins og hún væri að róla sér. Hún raular lag. Gróf hár hestsins núast við læri hennar. Hrossin vilja taka á stökk, en við höldum þeim niðri og látum þau brokka. Á þess- ari götu er ákaflega hætt við falli. „Haltu áfram, haltu áfram, litli bleiki folinn minn,“ raular María. Við förum framhjá malaígryfj- unni, upp að brunninum á bak við gömlu, hrörlegu hlöðuna og renn- um okkur hægt af hlýjum bökum hestanna. Ég veg brunnfötuna upp á stönginni. Það er mun svalara hérna við brunninn. Hrossin þurfa mikið vatn í dag. Þiljur brunnsins eru rakar og fúlar, og niðri í honum er mjög myrkt. Þó vottar fyrir grænleitum bjarma við yfirborð vatnsins, langt niðri. Aftur hringlar fatan á stönginni og dregst hratt upp. Ég rétti mig upp sem snöggv- 117 ast og sé að María stendur hinu megin við vatnstrogið. Hún deplar augunum til mín, mjög þreytulega, hugsa ég með mér. Ég horfi yfir hana og sé — næstum því út við sjóndeildarhring — móta fyrir svarta bátnum, sem fer á morgun. Daníel krypplingur hleypur kring um bæinn og æpir eins og óður væri að hænsnunum. Þegar hann gerir það, veldur han návallt mikl- um ógangi: „Gagg-gagg-gagg-ga- gva!“ Kerlingin, sem hirðir hænsn- in, kemur út með skólpfötuna. Fyrst lítur hún á mig, síðan á Maríu. Svo lygnir hún augunum illilega. — Á sunnudaginn verður hún í kirkjunni, útgrátin. Á leið- inni heim dregur hún í laumi flösku undan víðri kápunni, og slokar innihaldinu niður. Að þrem dögum liðnum bakar hún hin venjulegu, feiknastóru brauð, fjögur að tölu, og skrifar á hnoðaða deighleifana með kámugum fingrum: I. E. O. L„ í einlœgni og lotningu, sinn staf- inn á hvert brauð. Ég á brauðið með E-inu. — Hún stendur kyrr í rökkrinu dálitla stund. Andlit hennar er gult og ég sé móta fyrir ljótum tannabrotunum í gómnum. Hún segir ekki orð, lygnir aðeins augunum, kinkar ofurlítið kolli og gengur svo hratt inn aftur. Nú hafa hrossin drukkið nægju sína. Þau reisa höfuðin. Bleiki folinn lallar fyrstur inn í hesthús- ið, jarpa merin á eftir honum, og svo koma hin hrossin hvert af öðru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.