Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 36

Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 36
114 DVÖL hann verr af stað farið en heima setið, Það sagðist ekki lítið í því, að bera eld að húsum manna. Njáll hafði því ráð Flosa í hendi sér og átti því auðvelt með að jafna víg Höskuldar Hvítanes- goða, ef hann hefði getað hrundið brennunni af höndum sér í tæka tíð. Að dómi fróðra manna, er Njála ekki skráð fyrr en um 250 árum eftir að atburðir hennar gerast. Það þarf því enginn að furða sig á því, þótt sumt kunni að hafa gerzt eitthvað öðru vísi en sagan sjálf vill vera láta. Hinn glæsilegi höf- undur Njálu, hver svo sem hann annars er, er ef til vill fyrst og fremst skáld, sem byggir listaverk sitt utan um harmleikinn mikla, brennu Njáls og sona hans, og án þess að hafa örugg söguleg gögn í höndum. Ég geng þess ekki dulinn, að ýmsir muni ekki vera mér alls- kostar sammála um fyrrgreindar niðurstöður. En hvað sem því líð- ur, mun því tæpast neitað, að þess- ar niðurstöður sýna Njál heil- steyptastan og sjálfum sér sam- kvæman alveg fram á síðustu stundu. Og ég vona, að þrátt fyrir allt, megi þessar hugleiðingar mín- ar fremur verða til þess, að ná- lægja menn sögu Njáls, örlögum hans, mannviti, drengskap og dáð. Njálssaga er eitt af þeim sígildu þjóðarverðmætum, sem engin ís- lenzk kynslóð hefir ráð á að láta sig engu skipta eða gleyma. Fjalla^ýn Uppi á Tlioroddsenstindi Eltlr Kára Tryggvason Hátt uppi á Thoroddsenstindi í töfrum við lítum sólheitan, dýrðlegan dag. Langt út í fjarskanum falla freyðandi, skolgráar elfur. Allt er með öræfabrag. Sveipaðir morgunsins móðu þar mæna við himin jöklar, með fannhvítan feld. Fjarlægðin lokkar og laðar, Ijóma á Kverkfjöllin bregður. — Grunar þig öræfaeld? — Brenna hér ennþá hið innra þeir eldar sem fyrrum gusu upp glóandi eim? Hér væri dýrölegt að dvelja ef dularmögn fjallanna kyntu eld fyrir öræfaheim. Askja! með hrapandi hömrum og hrynjandi grjóti. Grænleitt, glampandi djúp! Vatnsflötinn voldugan gista viðsjálir, flöktandi skuggar. Breiða út blaktandi hjúp. Rjúkandi, brennisteinsblandin, blámökkvuð gufa rís upp í Hrafntinnuhlíö. Glampar á gulhvíta hrúðra gullbjartur, hækkandi röðull. Heiðríkja, hásumartíð! Víðáttan vakir í ljóma voldugra töfra, háleit í heiðríkjukyrrð. Heitar og fastar slær hjartað, hugurinn fagnandi svífur langt, út í framandi firð. Thoroddsenstindur í Dyngjufjöllum er kenndur við Þorvald Thoroddsen. Þaðan er ein hin fegursta öræfasýn á íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.