Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 37
DVÖL
115
itúlkan aí bátitum
Eftir Walter Schoenstedt
Gunnlaugur Pétursson þýddi
ViS liggjum í hávöxnu stargres-
inu undir kjarrjaðrinum og látum
bera fæturna hanga fram af mosa-
vöxnum bakkanum, niður í grænt
og lyngt vatnið í Deime.
Báturinn liggur á miðri ánni og
af honum leggur sterka biklykt til
okkar. Ég finn jafnframt sterka
hestalykt af fótum mínum.
Skyrtuermarnar hafa óhreinkast í
rökum jötunum, rendurnar á lín-
ingunni eru orðnar mórauðar.
Hnén á Maríu, stúlkunni af
bátnum, liggja fast upp við hnén
á mér. Hún hefir augun hálflukt
til hlífðar gegn geislum kvöldsól-
arinnar. En hún er lífsglöð, ekki
þunglynd. Ég finn hlýjan andar-
drátt hennar, hlýrri en rakt and-
rúmsloftið. Svart hár hennar ligg-
ur fram yfir andlitið, og ennþá er
kvöldgolan ekki komin til þess að
bæra það fram og aftur. En hún
kemur bráðum og þá hreyfist hárið
mjúklega eins og þurrt hey. Munn-
ur Maríu er vel lagaður, varirnar
sólþurrar og í munnvikunum og á
neðri vörinni eru fínar sprungur.
„Um hvað ertu að hugsa,“ spyr
hún allt í einu, án þess að hreyfa
sig.
„Ekkert, ég var bara að horfa á
þig. Komdu, við skulum fara í ána.“
„Ég nenni þvi ekki núna, og
vatnið er heldur ekki reglulega
kalt. Segðu mér heldur eitthvað um
borgina, um hvað kvenfólkið gerir
þar og hvað þú gerir.“
„Ég er búin að segja þér svo
margt um það. Það er leiðinlegt
þar. í borginni er alltaf leiðinlegt,
að minnsta kosti miklu leiðinlegra
en hérna. Borgin er ekki staður
fyrir þig. Þú yrðir föl í kinnum og
varirnar allt of rauðar.“
María hlær. Hún strýkur hönd-
unum um hökuna á mér. Hendur
hennar eru litlar en harðar, af
þeim er fisklykt og auk þess sama
lyktin og af svarta bátnum.
Þegar ég renni mér niður ár-
bakkann, tek ég eftir því, að María
er nakin undir bláa línkjólnum.
Ég kafa, og þegar ég opna augun
niðri í vatninu, sé ég breiða sól-
skinsrák gegnum líðandi báru-
hringana. Þrýstingurinn á eyrun
verður sterkari og sterkari. Vatnið
knýr mig upp á við, en ég hefi
enn nægilegan þrótt til þess að
láta fæturna koma fyrst upp úr.
Höfðinu held ég enn í kafi. Nú
þoli ég ekki lengur þrýstinginn á
eyrun, og höfuð mitt stingst upp
í sólskinið. Fyrir eyrum mér er enn
svo mikill hljómur, að mér heyr-