Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 15

Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 15
DVÖL 93 niöur aö Circus, beygði niður Re- gent Street, nam staðar í Picca- dilly, til þess að horfa á flogaveikt flökt ljósaauglýsinganna, gekk upp Shaftesbury Avenue og beygði svo suður hliðargöturnar, í áttina til Strand. í götu nálægt Covent Garden straukst kvenmaður við hann. — „Brostu svolítið, væni minn,“ sagði hún. „Vertu ekki svona súr á svip- inn.” Peter horfði undrandi á hana. Gat það verið, að hún hefði verið að tala við hann? Kvenmaður — gat það verið? Hann vissi auðvitað, að hún var það, sem menn kalla vændiskona. En honum fannst það engu að síður einstakt, að hún skyldi tala til hans; og einhvern veginn setti hann það ekki í sam- band við starf hennar. „Komdu með mér,“ sagði hún lokkandi. Peter kinkaði kolli. Hann gat ekki trúað, að það væri satt. Hún stakk hendinni undir handlegg honum. „Þú hefir peninga?“ spurði hún eftirvæntingarfull. Hann kinkaði aftur kolli. „Þú lítur út eins og þú hefðir verið við jarðarför," sagði hún. „É-eg er einmana,“ sagði hann. Honum lá við gráti. Hann langaði jafnvel til að gráta — gráta og láta hugga sig. Röddin skalf, þegar hann talaði. „Einmana? Það er skrítið. Lag- legur strákur eins og þú hefir enga ástæðu til að vera einmana.“ Hún hló gleðisnauðum hlátri. Það var dauft rauðleitt ljós í svefnherberginu hennar. Lykt af ódýrum ilmvötnum og óþvegnum nærfötum lagði um herbergið. „Bíddu svolítið,“ sagði hún, og hvarf gegnum dyr, inn í innra her- bergi. Hann sat og beið. Eftir eina mín- útu kom hún aftur, í slopp og inni- skóm. Hún settist í fangið á honum, lagði hendurnar um hálsinn á hon- um og fór að kyssa hann. „Ég elska þig,“ sagði hún hásri röddu. „Ég elska þig.“ Augu hennar voru hörð og kuldaleg. Það var vínlykt út úr henni. Hún var hræðileg, að sjá hana svona nærri sér. Peter fannst hann sjá hana nú í fyrsta skipti — sjá hana og skilja tilgang hennar. Hann sneri sér undan. Hann mundi nú allt í einu eftir dóttur lávarðarins, sem hafði misstigið sig, munaðarlausa ein- stæðingnum, ekkjunni og barninu hennar, sem datt í tjörnina, og draumadísunum tveim, sem hann hafði hjálpað. Hann losaði sig úr faðmlögum hennar, hratt henni frá sér, og spratt á fætur. „Fyrirgeföu,“ sagði hann. „Ég verð að f-fa. .. . ég gleymdi d-dá- litlu. Ég....“ Hann tók hattinn sinn og gekk fram að dyrunum. KvenmaÖurinn hljóp á eftir hon- um og greip í handlegginn á hon- um. „Djöfuls svikarinn þinn,“ æpti hún. Ókvæðisorð hennar voru hræðileg. „Þú nærð þér í stúlku og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.