Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 38
116
DVÖL
ist hlátur Maríu koma úr fjar-
lægð. Ég dregst með hægð upp
rakan bakkann, upp á engið ....
Ég veit, að María er einmana og
á margar þrár, þrár, sem æskan
ein þekkir. Enn þekkir hún ekki
sársauka lífsins, en hún mun kom-
ast í kynni við hann fyrr en varir,
þótt hún sé falleg. Ég veit þetta, og
það hryggir mig. Tilfinningar mín-
ar eru núna einmitt þær sömu og
þær voru, þegar Páll dó úr tær-
ingunni. Faðir hans átti ekki pen-
inga til að senda hann upp í fjöll-
in, út í sólskinið. Móðirin grét
lengi yfir litla líkinu.
Vatnsdroparnir falla af mér á
andlit Maríu. Þeir eru eins og tár,
en ekki sorgartár, því að hún bros-
ir. Ég vil hafa vald yfir sjálfum
mér. Ef ég get það ekki, ef það,
hvernig hún situr frammi fyrir
mér, vekur mér of mikla þrá til
hennar, þá rek ég hana frá mér
með harðri hendi. Farðu aftur út
í bátinn þinn, ætla ég að segja.
Hún mun ekki skilja það. Hún
verður niðurlút, dálítil hrukka
myndast á enni hennar við rætur
nefsins og hún bítur fast saman
vörunum. Svo fer hún, án þess að
líta við, og þá mun ég fá ákafa
löngun til að sjá hana gráta, svo
að ég eigi minningu að flýja til.
„Ég verð að fara að sækja hross-
in,“ segi ég þegar ég er komin í
fötin. „Ég kem út í bátinn eftir
kvöldmatinn og reyki eina pípu eða
svo með honum föður þínum.“
„Nei, ég kem með þér,“ segir
hún og stendur upp. Svo göngum
við gegn um hávaxið grasið í átt-
ina til skógarins, en girðingin er
rétt við hann. Hrossin eru komin
að hrörlega hliðinu og standa þar.
Brúni geldingurinn hefir lagt
hausinn yfir makkann á jörpu
merinni. Þykk, græn froða lekur
út úr honum niður í fagurbrúnt
fax hennar. Hrossin horfa á okk-
ur hlýlegum vinaraugum. Nasir
þeirra titra fagnandi. Bleiki fol-
inn einn virðist vera í illu skapi.
Hann tannar í sífellu runna, sem
hann hefir þó engin not af. Þög-
ull lævirki flýgur upp og hverfur
út í rökkrið, sem er að færast
yfir. Við girðinguna er skuggsælla,
af því að hún er rétt við skóginn.
Það er þegar orðið hálfdimmt í
beinum skógargötunum.
Ég losa um hliðgrindina og hross-
in troðast fram í hliðið. Ég segi
við Maríu:
„Hverju þeirra vilt þú ríða?“
„Bleika folanum,“ svarar hún
hvatlega.
„Taktu hann þá. En ef hann
setur þig af sér, þá er þér sjálfri
um að kenna.“
Bleiki folinn stendur kyrr og
lyftir höfðinu, þegar María nálg-
ast. Húsbóndi minn hefir sagt mér,
að graðhestar geri greinarmun á
konum og körlum. Ég hata bleika
folann. María styður höndunum
á bak hans og ég tek um þrek-
legar mjaðmir hennar. Hún er
létt. Folinn eys og það gleður mig.
María grípur höndunum í fax hans.