Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 30
108
D VÖL
N|ál$brenna
• Skýring gamallar ráðgátu 9
Fiftii* sérn .lón Skagan, prest aö Itergþórslivoli
Hvers vegna lét Njáll brenna sig
inni ásamt sonum sínum? Ég veit,
að þessi spurning hefir vakað og
vakir enn í hugum margra íslend-
inga. Eigi fáir þeirra erlendra
manna og innlendra, sem komið
hafa að Bergþórshvoli síðustu 15 ár,
hafa spurt mig þessarar spurning-
ar. Og ég hefi stundum, nauðugur
viljugur, orðið að svara henni.
En einmitt þessar ástæður hafa
knúið mig til þess að hugsa um
Njálsbrennu öðru fremur. Og mér
þykir hlýða að birta opinberlega
niðurstöður þessara hugleiðinga,
þótt ég hins vegar viti, að þær
kunni að verða með leikmanns
merki brenndar.
Njála virðist í fijótu bragði gefa
það í skyn, að Njáll hafi trúað því
fastlega, að Flosi og menn hans
myndu aldrei bera eld að húsum
hans. Njáll vissi manna bezt, að
húsin á Bergþórshvoli voru ramm-
ger og því örðug til sóknar. Þess
vegna á hann að hafa valið húsin
sem þrautavígi fyrir sonu sína og
lið þeirra. Þess vegna skipar hann
svo fyrir, að allir skuli inn ganga.
þegar flokkur Flosa stefnir heim að
bænum.
En frásögn Njálu, áður en þeir
Séra Jón Skagan.
feðgar ganga inn í húsin á Berg-
þórshvoli, er fremur óeðlileg, og
tæpast sjálfri sér samkvæm. Rökin,
sem Njáll lætur fylgja skipun sinni,
byggjast á dómi Gunnar á Hlíðar-
enda, er einn varðist lengi í húsum
sínum gegn fjölda manns. „Eru hér
hús rammleg, sem þar voru, og
munu þeir eigi sótt geta.“ Þannig er
niðurlagiö á þessari örlagaríku fyr-
irskipun hins spaka manns. En
Skarphéðinn er fljótur til svars sem
áður: „Þessir menn munu sækja oss
með eldi, er þeir mega eigi annan
veg, því aö þeir munu allt til vinna
að yfir taki með oss.“ Gagnvart