Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 14
92
DVOL
öll þessi atvik væru hugarfóstur.
Stundum varð endurminningin um
auðmýkingu hans svo lifandi, að
hún olli honum líkamlegra þján-
inga og skjálfta.
Það var tekið að bregða birtu.
í gráu og fjólubláu rökkurskininu
þrýstu elskendurnir sér fastar hver
að öðrum og föðmuðust ófeimnari
undir trjánum. Götuljósin loguðu
eins og gulir ljósastrengir í vaxandi
rökkrinu. Hátt uppi á kvöldhimn-
inum lýsti silfurhvít rönd af nýju
tungli. Honum fannst hann vera
gæfusnauðari og einmanalegri en
nokkru sinni fyrr.
Hendin hafði bólgnað og verk-
urinn í bitinu aukizt. Hann fór út
í garðinn og gekk niður Oxford
Street, þangað til hann fann lækni.
Þegar búið var að hreinsa og binda
um sárið, fór hann inn á testofu og
bað um eitt linsoðið egg og eina
könnu af ,,mokka“, en það hljóm-
aði eins og latína í skilningsdauf-
um eyrum afgreiðslustúlkunnar.
Hann varð því að beita hinni gömlu
aðferð til þess að gera sig skiljan-
legan og bað um einn bo-bo-olla
af ka-ka-affi.
„Þér haldið víst, að ég sé slæp-
ingi eða betlari.“ Þannig hefði hann
átt að svara augnatilliti hennar,
með þóttafullri gremju. „Þér hafið
móðgað mig. Ef þér væruð karl-
maður, mundi ég slá yður í götuna.
Takið aftur þessa saurugu peninga
yðar.“ En eftir þetta, hugsaði hann,
hefði hann tæplega getað vænzt
þess að verða vinur þeirra. Við nán-
ari íhugun komst hann að þeirri
niðurstöðu, að það myndi ekki
hafa leitt til neins góðs, þótt hann
hefði reiðzt.
„Hafið þér meitt yður í hend-
inni?“ spurði stúlkan vingjarnlega,
um leið og hún setti eggið og
mokkakönnuna fyrir framan hann.
Peter kinkaði kolli. „Þ-það b-beit
mig h-hvolpur.“ Orðin hrukku loks
út úr honum eins og sprenging.
Hann roðnaði við endurminning-
una um smán þá, sem hann hafði
orðið fyrir. Já, þær höfðu litið á
hann sem betlara. Þær höfðu farið
með hann eins og hann hefði í
raun og veru ekki verið til, eins
og hann hefði aðeins verið verk-
færi, sem hægt var að taka í þjón-
ustu sína fyrir borgun, og svo þegar
reikningurinn var greiddur, var
það gleymt og grafið. Endurminn-
ingin um auðmýktina var svo lif-
andi, meðvitundin um hana svo
djúp og alger, að hún verkaði ekki
aðeins á hugann, heldur einnig á
líkamann. Hjartað sló ótt og þungt,
honum var óglatt. Með miklum
erfiðismunum tókst honum að
koma niður egginu og mokkakaff-
inu.
Þegar hann hafði lokið við að
borða, fór hann út. Endurminning-
in um kvalafullan raunveruleikann
ásótti hann, og ímyndunarafl hans
gerði æðisgengnar tilraunir til að
milda hann og umskapa, og þó að
hann væri dauðþreyttur, hóf hann
aö nýju hið tilgangslausa ráf sitt.
Hann gekk niður Oxford Street,