Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 63

Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 63
D VÖL 141 Mér heyrðist hin skipin stynja. Var það hugarburður minn? Var það undiröldusogið eða austanvindurinn? Um þetta kvæði sagði einn af merkustu mennta- og gáfumönn- um landsins, að enginn nema skáld hefði getað ort það. Er það að vísu satt. En hið sama má segja um ýmis önnur kvæði Friðgeirs. Tök- um t. d. þessa mynd úr kvæðinu „Sumarið góða“: Sumarið góða! Senn ert þú á förum. Sólríku dagar, þrungnir lífs af magni, hvila nú liðnir hausts á bleiku börum. Á brott er ekið sólar hvíta vagni. Líður um sefa hrollur hausts og vetrar, sem hélustafi sina á rúður letrar. Dimmt er í lofti. Yfir byggð og bæjum beltar sig þokan, líktjald sumardaga. Liggur á Kaldbak líkræningi á gægjum. Landráðavetur gusti blæs um haga. Blikna við anda tröllsins, tún og engi; tekur í hvítra fossa silfurstrengi. Margt er þessu líkt og engu síðra. En þetta átti ekki að vera ritdómur og rúmið leyfir ekki birting fleiri kvæða. Ég get þó ekki stillt mig um að benda á kvæðin: „Smíða- Sturla“, „Sjá, jörðin skelfur“ og þýðingarnar aftast í bókinni, sem bera ótvírætt vitni um það, að þar hefir enginn klaufi beint hugsun að verki. — Friðgeir Berg einskorðar engan veginn ritstörf sín við ljóðagerð. Munu áhöld um það, hvort honum lætur betur, að rita bundið mál eða óbundið. Síðastliðið haust kom út bók eftir hann, sem hann nefnir „í ljósaskiþtum". Eru þetta sögur um dulrænar sýnir og atburði, er fyr- ir hann hafa borið, því að hann er bæði skyggn og draumspakur. Bókin er prýðilega rituð, frásögn- in skýr og nákvæm grein gerð fyrir öllu, sem máli skiptir. Eru sögurnar allar hinar skemmtileg- ustu, og sumar þeirra eru fyllilega á borð við beztu dulrænar sögur, er birzt hafa hérlendis. En þótt ekki hafi komið út fleiri bækur eftir Friðgeir en þær, sem nefndar hafa verið, mun hann eiga talsvert af handritum, bæði í bundnu máli og óbundnu. Hefi ég séð sumt af því; og er það allt á einn veg, greindarlegt, athyglis- vert og á hreinu og mergjuðu máli. En ástæður munu ráða, hvort út kemur nokkuð af því. IV. Friðgeir Berg hefir átt við mikla vanheilsu að búa um margra ára skeið. Og fasta atvinnu hefir hann aldrei haft síðan hann flutti til Akureyrar, nema tíma og tíma. Gatan hefir því stundum verið grýtt og kjörin kröpp síðustu árin, er nálega enga atvinnu hefir verið aö fá. Þetta gat vinum Friðgeirs ekki dulizt, þótt honum sé ógjarnt að kvarta. Sömuleiðis var þeim og kunnugt um hæfileika hans til ritstarfa. Fyrir því tóku nokkrir menntamenn á Akureyri og í ná-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.