Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 40

Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 40
118 DVÖL Ég leysi heyið uppi á loftinu í hina kyrlátu kvöldmáltíð þeirra. María kastar því fram í stallinn með kvísl og talar við folann á meðan. Á morgun spenni ég hann fyrir plóginn! Rödd Maríu verður mild og hlý, eins og andrúmsloftið í hesthúsinu. Ég geng hægt niður stigann og stend við hlið hennar. „Hvers vegna ferð þú ekki að borða kvöldmatinn," spyr ég hrana- lega. „Þú verður að fara snemma á fætur í fyrramálið og halda ferðalaginu áfram með bátnum þínum.“ Ég var kominn á fremsta hlunn með að segja „daunilla bátnum“, en ef ég hefði sagt það, hefði hún áreiðanlega tekið það svo, að ég hefði ýmigust á öllu henni tilheyrandi. „Ég er að fara,“ segir hún mjög blítt. „Þú getur eins borðað með okkur, eins og þú veizt. Þú færð hvort sem er sama mat.“ Við leggjum hægt af stað niður til Deime og göngum langt hvert frá öðru. Ein stjarna er komin upp og nú skín hún yfir vatns- fletinum. Áin líður hægt fram og við erum þögul. En nú kemur of- urlítil gola og hátt og vott grasið strýkst við fætur okkar. María heldur áfram að horfa beint fram fyrir sig. Eg þori ekki að taka hönd hennar. Hún er áreiðanlega rök og lítil frækorn engjagrassins munu loða við fingurna. Hin aust- ur-prússneska nótt umlykur okkur, þung, svöl og kyrrlát. Vindurinn sveigir grasið svo silfurlitir legg- irnir koma í ljós. Nú blæs vindur- inn gegn um hár Maríu, sem enn- þá er svart. Við erum þögul. María er heit og þrungin af lífskrafti eins og bleiki folinn. Á morgun fer hún burtu, hún mun sitja rétt hjá stóra stjórnvelinum og ekki hreyfa sig til þess að horfa til baka. Eftir það munum við ekki framar sjást .... Farðu, María. Þú kemur aldrei aftur. í Gilde eða Pregel munt þú finna hversdagslegan förunaut, bónda á flæðilöndunum eða sjó- mann frá Eystrasaltsströndinni. Það fyrsta, sem börn þín læra að þekkja í lífinu er vatns- og ála- þefurinn. Og þá verður hörund þitt orðið þurrt og munnurinn búinn að missa lit og línur. Þá vil ég fá að sjá þig og lesa í augum þínum þekkinguna á sársauka lífsins, sem orðinn er þér allt, og stöðugt og endalaust streymir inn í líf þitt. Þá vil ég spyrja þig um hann — um ástina og hvað hún var þér. Ef til vill verða þau alvarleg og skynsamleg og þú svarar: Fátækt- in hefir átt svo stóran þátt í lífi mínu, að hún hefir kyrkt ástina. Nú græt ég hvorki né hlæ. Ég hefi aldrei verið þess megnug að berj- ast fyrir ástinni, því að baráttan fyrir brauði hefir tekið alla orku mína. En núna ertu ung. Engið er þakið silfri, nóttin umlykur okkur, — og þú ferð á morgun. í bátnum er skuggsýnt og stjarn- an er horfin. María gengur þangað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.