Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 78

Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 78
156 DVÖL Bæknr Sigmund Ruud: Skíðaslóðir. ísafoldarprentsmiðja h.f. 1940. (Verð kr. 7.50). Þetta er fjörleg og læsileg bók og þó sérstaklega fyrir þá, sem unna íþróttum og íþróttalífi. Áhugi fyrir vetraríþróttum fer vaxandi með ári hverju hér á landi og er vafalaust gott eitt um það að segja, því að vakandi íþróttalíf á sinn þátt í að skapa hrausta og harðgera þjóð. Það væri því æskilegt, að hér væri um annað og meira að ræða en tízku eða tildur, og er þó ekki laust við, að þessi nýi áhugi beri þess nokkur merki. — Skíðaslóðir munu að sjálfsögðu finna marga lesend- ur meðal þessa nýja áhugafólks. Bókin skýrir frá ýmsum ferðalögum höfundar- ins, sem er kunnur, norskur skíðamaður, skíðakappleikum og skíðafólki ýmsra landa. Hún er liðlega þýdd og á léttu og einföldu máli, en þó gætir flaustursbrags á stöku stað. Leiðinlegt er það, hve mjög þýðandinn notar orðið maður, sem stað- gengil fyrstu persónu. Dæmi bl. 35—36: „Eftir að svifið niður á við hefst, er maður hér um bil viss um, hve langt stökkið verður. í lok svifsins, sér maður greinilega slóðina eftir fyrri stökk. Ó- sjálfrátt tekur maður eftir þeim eða öðru, sem getur gefið manni til kynna, hve langt stökkið er.“ Þetta mun tæpast vera talin góð íslenzka, en þýðandinn getur haft það sér til af- sökunar, að margir séu í sömu sök......... Jón Thorarensen Rauðskinna IV. ísafoldarprentsmiðja h. f. 1940, (Verð kr. 4.80). Hér hefir enn eitt hefti af Rauðskinnu Jóns Thorarensen bætzt við það, sem áður var komið, og mun þetta vera fyrsta hefti annars bindis, þó að það sjáist ekki á titilblaðinu. Ætla mætti, að þetta væri að bera í bakkafullan lækinn, svo mjög sem út er búið að gefa af þjóðsögum og kynjasögum á þessu landi. Rauðskinna Jóns mun þó ætíð eiga tryggan hóp les- enda, stafar það af því tvennu, að Jón er einn hinn vinsælasti þjóðsagnaritari, er við nú eigum, og hinu, að íslendingar hafa jafnan verið manna áhugasamastir um þjóðsögur, kynjasögur og dul- spekigrufl. í þjóðsögum er þó oft geymd- ur mikill fróðleikur um menn og aldar- hátt, og ýsmar þeirra geta talizt til góðrar skáldsagnalistar. Dofri. Aldrei leggnr ár í l>át — Síðastliðinn vetur týndist vél- báturinn Kristján í róðri frá Sand- gerði, en kom þó að lokum í leit- irnar, og björguðust bátsverjar eft- ir átakanlega hrakninga, en bát- urinn fórst. En þrátt fyrir hrakn- inga þessa vildu sjómennirnir halda áfram vertíð sinni, en vant- aði skipsrúm. Varð af því umtal, að þeir yrðu styrktir til að eignast bát, og voru hafin samskot í því skyni. Indriði á Fjalli orti eftirfarandi stökur út af þessum atburði. Út í nótt sér bátur brá, báran sökkti lionum. — Svo þó fœri um sjóferð þá sögð er ný í vonum. — — Látum Helju leika mát, lýsa allt í banni. Alcirei leggur ár í bát elja guðs, i manni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.