Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 68

Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 68
146 D VÖL lr gömlwiii kvæðasy r p »111 II. Sigurður 'Kreiðfjurð 4. marz 1799. — 21. júlí 1846. Tekid liefir sainan Sveiim I l>al Sigurður Eiríksson er fæddur í Rifgirð- ingum á Breiðafirði, af umkomulitlu for- eldri. Hann ólst upp þar og á norðanverðu Snæfellsnesi til fermingaraldurs. Þá var honum komið fyrir hjá prestinum á Helgafelli til undirbúnings skólanáms, og var hann þar tvo vetur, en við það varð hann að hætta, sökum fátæktar. En pilturinn var ódæll og lítt til vinnu fall- inn, svo að honum var komið til Kaup- mannahafnar með frænda aðstoð og ráði, 16 ára gömlum, til þess að nema beykisiðn. Og 19 ára að aldri sezt hann að á ísafirði sem beykir og verzlunarþjónn. Hann flyzt fljótlega frá ísafirði til Reykjavíkur, og þaðan flýr hann vegna skulda eftir fárra ára dvöl og til Vestmannaeyja. Þar gift- ist hann og fer frá konu sinni eftir 2 ára samvistir. Þegar hann er 31 árs gamall hittum við hann aftur í Kaupmannahöfn, þangað kominn til að lesa dönsk lög. En lagalesturinn strandar á fjárskorti og efa- lausri óreglu, og vorið 1831 sætir hann færi og ræður sig til Grænlands sem beyki við konungsverzlunina þar, og skal hann jafnframt kenna skrælingjum hákarla- veiðar. Þar er hann i 3 ár. Kemur svo aftur heim á ættstöðvar sínar, kynnist ekkju að Grímsstöðum í Breiðuvik og giftist henni eftir mikið stapp, því að lagalegan skilnað hefir hann ekki fengið frá fyrri konu sinni, þrátt fyrir það að hann ætti rétt á honum, og giftast þau án þess. Er hafin málssókn móti Sigurði fyrir tví- kvæni og hann dæmdur til refsingar, en með konungsbréfi er hann firrtur henni. Sigurður býr á Grímsstöðum til ársins 1841, en þá flytja þau að Eiði við Reykja- vík, en á næsta ári flytja þau til Reykja- víkur, og þar lézt hann mislingasumarið 1846, 21. júlí, úr mislingum, samfara skorti og ónógri aðhjúkrun, 47 ára gamall. Sigurður var drykkjumaður og kvenna- kær, léttlyndur og kærulítill á yfirborðinu, en alvörumaður og tilfinningaríkur undir niðri. Þegar er hann yrkir Jómsvikinga- rímur, innan tvítugsaldurs, fer hann á sprettum fram úr öllum áður og síðar þekktum rímnaskáldum, og náði hann sér þó miklu betur niðri í öðrum rímum ýmsum, svo sem Víglundar- og Númarím- um, en þær síðartöldu voru ortar á Grænlandi. Þessu orkuðu skáldskapar- hæfileikar hans, samfara þeim mennt- unarsnefjum er hann hafði hlotið, og víðsýni með dvölum erlendis. En fátækt, ístöðuskortur og smekkleysi, er eflaust má rekja til mjög lítillar bókfræðilegrar menntunar, olli því, að andleysis, mærðar og rímhröngls verður víða vart í skáld- skap hans. Þegar Jónas Hallgrímsson reit hinn harðvítuga dóm sinn árið 1837 um Tistransrímur, þá sveið Sigurði djúpt, og hann minnist þess víða í kveðskap sínum, að sér séu fullljósir ýmsir gallar á ljóða- gerð sinni og kveðskaparháttum. Sigurður mun hafa ort mest allra ís- lendinga, þeirra, er skáldheiti eiga, og þegar honum lætur, getur hann slegið á svo hljómfagra og hreinlyriska strengi, að hvaða skáld, sem vera skal, hefði verið fullsæmt þar af. Og einmitt það orkaði því, að gera hann jafn afbrigða vinsælan og hann var meðal alþýðu manna, þótt á hinn bóginn sú sama alþýða tæki þakk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.