Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 13

Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 13
D VÖL 91 yður.“ Svo varð hann stimamýkri og innilegri í tali. „Ég gekk á milli þessara viðbjóðslegu hunda, af því að mig langaði til að gera eitthvað fyrir yður og vinkonu yðar. Af því að mér finnst þér vera svo dásam- lega falleg. Svo að jafnvel þó að ég væri ekki heiðarlegur maður, gæti ég ekki tekið við peningum af yð- ur.“ Sú háraddaða varð mjög snort- in af þessum orðum hans. Hún tók í hönd hans og sagði honum, hvað henni þætti þetta leiðinlegt. Og hann huggaði hana með því, að fullvissa hana um, að misskilningur hennar hefði verið mjög skiljan- legur. Og þá spurði hún, hvort hann vildi koma heim með þeim og fá einn bolla af tei. Þegar hér var komið, fóru atvikin að verða óljós- ari, þangað til þau runnu að lok- um inn í hina gamalkunnu drauma hans um lávarðsdótturina, þakklátu ekkjuna og einmana munaðarleys- ingjann. Eini munurinn var sá, að nú voru draumadísirnar tvær, og andlit þeirra voru skýr og rauna- leg, en ekki þokukennd og fjarlæg. En hann vissi, jafnvel mitt í draumum sínum, að þannig hafði það ekki farið í veruleikanum. Hann vissi, að hún hafði farið án þess að hann hefði getað sagt nokk- uð. Og að jafnvel þó að hann hefði hlaupið á eftir þeim og reynt að skýra þetta út fyrir þeim, myndi hann aldrei hafa getað það. Til dæmis hefði hann orðið að segja, að faöir sinn hefði verið kenni- maður, en ekki prestur (af því að fc var svolítið auðveldari stafur en p). Og þegar komið hefði að frásögn- inni um dauða foreldra hans, hefði hann orðið að segja, að þau hefðu „farizt“. Nei, hann varð að horfast í augu við sannleikann. Hann hafði tekið við peningunum, og þær höfðu farið í þeirri trú, að hann væri at- vinnulaus flækingur, sem hefði hætt sér í þetta í von um góða borgun. Þær höfðu ekki einu sinni látið sig dreyma um að fara með hann eins og jafningja sinn, hvað þá að bjóða honum í te eða taka honum sem vini sínum. En ímyndunarafl hans var enn á ferð og flugi. Honum datt allt í einu í hug, að hann hefði í raun og veru alls ekki þurft að gefa neina skýringu. Hann hefði blátt áfram getað sett seðilinn aftur í lófa hennar, án þess að segja orð. Hvers vegna hafði hann ekki gert það? Hann varð að afsaka sig fyrir þennan klaufaskap. Hún hafði sloppið of fljótt í burtu; það var ástæðan. En ef hann hefði nú gengið þóttalega á undan þeim, og gefið fyrsta götustráknum, sem hann mætti, peningana? Það hefði verið vel til fundið; en því miður hafði honum ekki dottið það í hug þá. Klukkutímum saman gekk Peter fram og aftur og hugsaði um það, sem skeð hafði. ímyndunarafliö lagfærði atvikin og skóp ný, og svo valdi hann þá kostina, sem full- nægðu þrám hans bezt. En undir niðri lifði meðvitundin um það, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.