Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 13
D VÖL
91
yður.“ Svo varð hann stimamýkri
og innilegri í tali. „Ég gekk á milli
þessara viðbjóðslegu hunda, af því
að mig langaði til að gera eitthvað
fyrir yður og vinkonu yðar. Af því
að mér finnst þér vera svo dásam-
lega falleg. Svo að jafnvel þó að ég
væri ekki heiðarlegur maður, gæti
ég ekki tekið við peningum af yð-
ur.“ Sú háraddaða varð mjög snort-
in af þessum orðum hans. Hún tók
í hönd hans og sagði honum, hvað
henni þætti þetta leiðinlegt. Og
hann huggaði hana með því, að
fullvissa hana um, að misskilningur
hennar hefði verið mjög skiljan-
legur. Og þá spurði hún, hvort hann
vildi koma heim með þeim og fá
einn bolla af tei. Þegar hér var
komið, fóru atvikin að verða óljós-
ari, þangað til þau runnu að lok-
um inn í hina gamalkunnu drauma
hans um lávarðsdótturina, þakklátu
ekkjuna og einmana munaðarleys-
ingjann. Eini munurinn var sá, að
nú voru draumadísirnar tvær, og
andlit þeirra voru skýr og rauna-
leg, en ekki þokukennd og fjarlæg.
En hann vissi, jafnvel mitt í
draumum sínum, að þannig hafði
það ekki farið í veruleikanum.
Hann vissi, að hún hafði farið án
þess að hann hefði getað sagt nokk-
uð. Og að jafnvel þó að hann hefði
hlaupið á eftir þeim og reynt að
skýra þetta út fyrir þeim, myndi
hann aldrei hafa getað það. Til
dæmis hefði hann orðið að segja,
að faöir sinn hefði verið kenni-
maður, en ekki prestur (af því að fc
var svolítið auðveldari stafur en p).
Og þegar komið hefði að frásögn-
inni um dauða foreldra hans, hefði
hann orðið að segja, að þau hefðu
„farizt“. Nei, hann varð að horfast
í augu við sannleikann. Hann hafði
tekið við peningunum, og þær höfðu
farið í þeirri trú, að hann væri at-
vinnulaus flækingur, sem hefði
hætt sér í þetta í von um góða
borgun. Þær höfðu ekki einu sinni
látið sig dreyma um að fara með
hann eins og jafningja sinn, hvað
þá að bjóða honum í te eða taka
honum sem vini sínum.
En ímyndunarafl hans var enn á
ferð og flugi. Honum datt allt í
einu í hug, að hann hefði í raun
og veru alls ekki þurft að gefa
neina skýringu. Hann hefði blátt
áfram getað sett seðilinn aftur í
lófa hennar, án þess að segja orð.
Hvers vegna hafði hann ekki gert
það? Hann varð að afsaka sig fyrir
þennan klaufaskap. Hún hafði
sloppið of fljótt í burtu; það var
ástæðan.
En ef hann hefði nú gengið
þóttalega á undan þeim, og gefið
fyrsta götustráknum, sem hann
mætti, peningana? Það hefði verið
vel til fundið; en því miður hafði
honum ekki dottið það í hug þá.
Klukkutímum saman gekk Peter
fram og aftur og hugsaði um það,
sem skeð hafði. ímyndunarafliö
lagfærði atvikin og skóp ný, og svo
valdi hann þá kostina, sem full-
nægðu þrám hans bezt. En undir
niðri lifði meðvitundin um það, að