Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 75

Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 75
D VÖL 153 ísabella fór viðutan inn og reik- aðil tilgangslaust um íbúðina. Hún tók upp morgunblaðið og las: „Hegningarverð góðsemi — þrjár manneskjur hafa verið dæmdar fyrir að sýna pólskum stríðsföng- um góðsemi .... “ Hún fleygði blaðinu í burtu og lét sig falla niður í stól. Það var eins og allt sýndist verra og von- lausara í dag. Hafði hún þá rangt fyrir sér eftir allt, að Þjóðverjar væru gott og vingjarnlegt fólk í hjarta sínu? Sumt af slúðrinu í frú Schulter hafði borað sig inn í vitund hennar, og það fór hrollur um hana. „Hver heldurðu, að hafi getað ljóstrað upp um hann?“ hafði frú Schulter spurt. Sá, sem væri líklegastur — ráðs- konan hans — var heyrnarlaus. Sá, sem væri líklegastur.... „Guð! — það gerir mig vitlausa.“ Hún hafði ákafan höfuðverk, tók inn aspirín og lagðist fyrir. „Ef ég hefði komið heim með fregnmiðann....“ Hún lokaði augunum, en fannst þá skyndilega, að hún vera hund- elt af öllum hinum illviljuðu, hefnigjörnu, litlu kvikindum í æfintýrum Grimms, sem hún hafði alltaf hatað. Ah! — Hún varð að komast undan þeim; en þá rakst hún á vegginn alþakinn af bókum — Þýzkaland fœrir klukkuna aftur, Ég var fangi Hitlers, Barátta mín. 6 Hún hafði lesið þær allar og langtum fleiri. Það var ekki svo sem hún hefði gengið blindandi í hjónabandið. „Það, sem Þýzkalandi er fyrir góðu, er rétt.“ Það var skýrt og óumflýanlegt. En Ernst — Ernst var ekki þessu líkur; hann var læknir, vísinda- maður og vísindin eru alþjóðleg. „ÞaS, sem Þýzkalandi er fyrir góðu, er rétt! Og Ernst er Þjóð- verji,“ hamraði í huga hennar. „Já, en hann tilheyrir Þýzkalandi Brahms og Diirers, Goethes og Svartskógarins, landi hinna út- skornu helgiskrína í bœheimsku ölpunum — ekki Þýzkalandi gœsa- gangsins, „heil“-hrópanna og valdalostans." „En hvernig veiztu hvar hið fyrra endar og hið síðara tekur við?“ Hana svimaði í höfðinu og það næstum þyrmdi yfir hana. Hvernig hafði hún viljandi geng- ið í svona hræðilega gildru — gildru, sem engin leið var að um- flýja, nema hún yrði drepin af brezkri loftsprengju! Þó fór hún að hlæja, þegar hún hugsaði út í, hvernig brezkur flugmiði hafði næstum komið að sama gagni. Hvers vegna hafði hún ekki tekið hann? Ef hún hefði komið heim með hann, hefði hún vitað með vissu .... ísabella greip hatt sinn og kápu með ofsa. Hann gæti verið þar enn þá. Hún heyrði lykli snúið í skráar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.