Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 72

Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 72
150 DVÖL 0« IIugiiiiðariifr félln Eftir Margaret Keaves f Ensk vcrðlnunaHiiga ^ Magnús A, Arnason þýddi Engin egg, engin glóaldin, enginn fiskur — ekkert nema þessar eilífu bjúgur, og ómöguluegt aö vita, hvað í þeim kynni að vera. Súrsað kál og bjúga eru fáskrúðug veizluföng til að halda upp á fyrsta brúð- kaupsafmælið sitt. Flestar smábúð- irnar voru lokaðar eftir endilangri götunni og dregið fyrir gluggana, en utan við „Wurstladen“ — bjúgnagerðina, kallaði ísabella það — stóðu raðir af konum og biðu þolinmóðar. ísabella hikaði, en hélt síðan kæruleysislega fram hjá og sveifl- aði hálftómri körfunni. Hún kom sér ekki að því að slást í hópinn — ekki í dag. Það var nógu slæmt á öllum tímum að vera útlendingur af óvinaþjóð, en í dag mundi hún hafa enn minni vinsældum að fagna,því að kvöldið áður hafði við- vörunarmerki verið gefið og brezk- ar flugvélar höfðu svifið hátt yfir Berlín og stráð flugmiðum yfir borgina. Það var sagt, að þeir hefðu fallið í þúsundatali ofan úr næt- urhimninum, en enginn varð þess áskynja, hvað um þá varð. Þeir þorðu ekki að vita það, hugsaði hún raunalega. Mikið vildi hún gefa til að sjá eina af þessum kveðjum að heiman! Og í því sá hún það! Miðunum var kænlega þrýst á milli moldar- sköfu og veggjar í auðu húsi. Það var enginn vafi, að það var einn af forboðnu flugmiðunum. Hví- lík heppni! Næstum ósjálfrátt beygði hún sig ofan að honum, en varfærnin og forsjálnin, sem verið höfðu verndarvættir hennar frá því að stríðið hófst, lögðu báðar að- varandi hönd á axlir hennar, og um leið og hún leit til baka datt henni í hug: „Gunther, þessi feiti dóni í bjúgnagerðinni, mundi fúslega gefa af sér eyrun til að sjá mig lesa hann!“ Nauðug færðist hún áfram nokk- ur skref. Henni fanst hún vera eins og ferðalangur á eyðimörk, sem fer viljandi framhjá vatnsbóli, án þess að fá sér að drekka. Aðeins að lesa það og handleika það áður en hún eyðilagði það, mundi verða tengi- liður við England. Og guð vissi, að það var lítið um áþreifanlega tengiliði nú á dögum. Jafnvel bréf að heiman — þau, sem til skila komu — voru í þvinguðum tón eins og bréfritarinn væri að setja sig í samband við þann, sem er þegar dauður; þau færðu henni engar verulegar fregnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.