Dvöl - 01.04.1940, Side 72

Dvöl - 01.04.1940, Side 72
150 DVÖL 0« IIugiiiiðariifr félln Eftir Margaret Keaves f Ensk vcrðlnunaHiiga ^ Magnús A, Arnason þýddi Engin egg, engin glóaldin, enginn fiskur — ekkert nema þessar eilífu bjúgur, og ómöguluegt aö vita, hvað í þeim kynni að vera. Súrsað kál og bjúga eru fáskrúðug veizluföng til að halda upp á fyrsta brúð- kaupsafmælið sitt. Flestar smábúð- irnar voru lokaðar eftir endilangri götunni og dregið fyrir gluggana, en utan við „Wurstladen“ — bjúgnagerðina, kallaði ísabella það — stóðu raðir af konum og biðu þolinmóðar. ísabella hikaði, en hélt síðan kæruleysislega fram hjá og sveifl- aði hálftómri körfunni. Hún kom sér ekki að því að slást í hópinn — ekki í dag. Það var nógu slæmt á öllum tímum að vera útlendingur af óvinaþjóð, en í dag mundi hún hafa enn minni vinsældum að fagna,því að kvöldið áður hafði við- vörunarmerki verið gefið og brezk- ar flugvélar höfðu svifið hátt yfir Berlín og stráð flugmiðum yfir borgina. Það var sagt, að þeir hefðu fallið í þúsundatali ofan úr næt- urhimninum, en enginn varð þess áskynja, hvað um þá varð. Þeir þorðu ekki að vita það, hugsaði hún raunalega. Mikið vildi hún gefa til að sjá eina af þessum kveðjum að heiman! Og í því sá hún það! Miðunum var kænlega þrýst á milli moldar- sköfu og veggjar í auðu húsi. Það var enginn vafi, að það var einn af forboðnu flugmiðunum. Hví- lík heppni! Næstum ósjálfrátt beygði hún sig ofan að honum, en varfærnin og forsjálnin, sem verið höfðu verndarvættir hennar frá því að stríðið hófst, lögðu báðar að- varandi hönd á axlir hennar, og um leið og hún leit til baka datt henni í hug: „Gunther, þessi feiti dóni í bjúgnagerðinni, mundi fúslega gefa af sér eyrun til að sjá mig lesa hann!“ Nauðug færðist hún áfram nokk- ur skref. Henni fanst hún vera eins og ferðalangur á eyðimörk, sem fer viljandi framhjá vatnsbóli, án þess að fá sér að drekka. Aðeins að lesa það og handleika það áður en hún eyðilagði það, mundi verða tengi- liður við England. Og guð vissi, að það var lítið um áþreifanlega tengiliði nú á dögum. Jafnvel bréf að heiman — þau, sem til skila komu — voru í þvinguðum tón eins og bréfritarinn væri að setja sig í samband við þann, sem er þegar dauður; þau færðu henni engar verulegar fregnir.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.