Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 44

Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 44
122 DVÖL House fóru vanalega til kirkju á hverjum laugardegi og hlustuðu á prestinn líkja sannkristnum mönn- um við hveitikorn, fínmalað milli kvarnarsteina reynslu og þjáninga. í haustbyrjun ár hvert kom til Eagle House maður nokkur að nafni Abram Strong og dvaldi þar um hríð í virðulegu eftirlæti. Fólk- ið í Lakeland nefndi hann ætíð „föður Abram“, af því að hár hans var svo hvítt, svipur hans svo traustur og gæðalegur, hláturinn svo einlægur, fötin svo svört og hatturinn svo barðabreiður og prestslegur. Jafnvel gestunum fannst nafnið sjálfsagt og eðlilegt eftir tveggja eða þriggja daga kynningu. „Faðir Abram“ var langt að kom- inn. Hann átti heima í stórri og hávaðasamri borg í Norðvestur- landinu, þar sem hann átti marg- ar myllur; ekki myllur með ræðu- stól og orgeli, heldur stórar, Ijótar og geigvænlegar myllur, svo stórar, að flutningalestirnar skriðu í kring um þær allan liðlangan daginn, eins og maurar kring um maura- þúfu. Og nú er bezt að segja söguna um „föður Abram“ og mylluna, sem var kirkja, því að hvortveggja sögurnar ganga á víxl. í gamla daga, þegar kirkjan var mylla, þá var malarinn enginn annar en Abram Strong. í öllu landinu var enginn malari, sem var kátari, mjölugri, iðnari og ham- ingjusamari heldur en hann. Hann bjó í litlu húsi beint á móti myll- unni, hinum megin við veginn. Þó að hönd hans væri þung, var gjald hans lágt, og bændurnir í fjöllun- um komu með kornið sitt til hans, um langan, brattan og grýttan veg. Malarinn átti litla dóttur, sem var augnayndi hans og eftirlæti. Hún hét Anglia. Það var hraust- legt nafn á yngismey með vögguna skammt að baki, en fjallabúarnir kjósa líka helzt nressileg og hljóm- rík nöfn. Móðirin hafði fundið það einhvers staðar í bók og svo var það ákveðið. Sjálf hafði Aglia dæmt nafnið óhæft til daglegrar notkun- ar og kallaði sig alltaf „Dums“, þrátt fyrir sterkar tilraunir for- eldranna til að leiðrétta þessa nafnavillu. Malarinn og kona hans komust þó að lokum að þeirri nið- urstöðu, að barnið mundi kenna sig við rJiododendronblómin, sem uxu í garðinum á bak við húsið, og sem það aldrei þreyttist á að skoða. Það var ekki óhugsandi, að barnið fyndi einhvern skyldleika milli „Dums“ og hins fyrirferðarmikla nafns blómsins. Þegar Aglia var fjögurra ára gömul, var hún orðin þátttakandi í föstum, daglegum atburði, sem gerðist í myllunni, svo framarlega að veður leyfði: Er kvöldverðurinn var tilbúinn greiddi móðirin hár hennar, setti á hana hreina svuntu og sendi hana í mylluna til þess að kalla á föður sinn í matinn. Þeg- ar malarinn sá hana í mylludyrun- um, gekk hann á móti henni, hvítur af mjölryki, veifaði hendinni og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.