Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 46

Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 46
124 D VÖL urlítið altari. Veggsvalir með sæt- um voru á þrjá'r hliðar og var þang- að innangengt um stiga. Og svo var þar orgel — reglulegt pípuorgel — á söngloftinu; metnaður myllu- kirkjusafnaðarins. Ungfrú Phæbe Summers var organistinn. Piltarnir í Lakeland skiptust á um að troða orgelið fyrir hana á hverjum sunnudegi, og þótti heiður að. Presturinn var séra Bainbridge, og á hverjum messudegi kom hann ríðandi yfir Héraskarð á gamla, gráa hestinum sínum. Og prestur- inn og organistinn fengu góð laun fyrir störf sín. Og gamla myllan geymdi minn- ingu Aglíu og breytti henni í bless- un fyrir fólkið, sem hún hafði eitt sinn búið á meðal. Það var að sjá, að hið stutta líf hennar hefði kom- ið meiru góðu til leiðar, en fjöld- anum auðnast á langri lífsleið. Og Abram Strong reisti minningu hennar annan varða. Frá kornmyllunum í Norðvestur- landinu streymdi Aglía-hveiti; malað úr harðasta og fínasta korn- inu, sem hægt var að rækta. Þjóð- in komst fljótt á snoðir um það, að Aglia-hveiti hafði tvenns konar verð. Það var í fyrsta lagi dýrasta hveitið, sem til var á markaðinum, og í öðru lagi kostaði það — alls ekkert. í hvert skipti, sem einhverja neyð bar að höndum, — ef fólk missti eigur sínar vegna flóða, elds- voða og fellibylja, eða ef hungurs- neyð varð vegna verkfalla eða ann- arra orsaka — þá var þangað á svipstundu komin rífleg sending af Aglia-hveiti, sem kostaði ekkert. Það var gefið með gætni og að undangenginni athugun, en það var ríkulega af hendi látið. Og fólk sagði í gamni, að ef kviknaði í fá- tækrahverfi einhverrar borgar, þá kæmi vagn slökkviliðsstjórans þangað fyrst, síðan vagnarnir með Aglia-hveiti og loks slökkviliðið. Þannig reisti Abram Strong dótt- ur sinni hinn annan minnisvarða. Það má vel vera, að skáldum og fagurfræðingum þyki hann hafa helzt til hversdagslegan blæ, en margir munu þó finna fegurð í því, að hið agnsmáa, mjallhvíta hveiti, sem kom í neyðinni eins og fljúg- andi bjargvættur, var einmitt í táknrænu sambandi við minningu hins týnda barns. Svo var það, að harðæri varð í Cumberlandhéraði. Uppskeran brást og regnið fyllti árnar og flæddi yfir akurlöndin. í umhverfi Lakeland var ástandið sérstaklega slæmt. Jafn skjótt og þetta barst til eyrna Abram Strong, tók hann til sinna ráða, og vagnarnir með sína venjulegu hleðslu af Aglia-hveiti voru brátt komnir til Lakeland. Malarinn skipaði svo fyrir, að hveitisekkjunum skyldi hlaðið á veggsvalir myllukirkjunnar, og hver sá, er kom til tíða mátti taka einn sekk með sér heim. Tveimur vikum síðar kom Abram Strong til Eagle House í sinni ár-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.