Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 24

Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 24
102 D VÖL í hug öðru fegurra. Skyldi nokkurt nafn- ið vera hið rétta? Kannske lá hún einhvers staðar veik og var að hugsa um hann? Hún hlaut að elska hann, fyrst hún hafði verið svona góð við hann. Hann varð að finna hana með einhverjum ráðum. Þetta var meiri tíminn, sem hann varð að bíða hérna, og alltaf var honum jafn óglatt. Nú voru þó ekki eftir nema tvær stúlk- ur í biðstofunni. — Þessi sleppur ekki við sjöttu deild, heyrði hann, að önnur sagði. Hin svaraði einhverju og hló við. Hann heyrði ekki, hvað það var, en þær voru áreiðanlega að tala um hann. — Sjöttu deild, hvað gátu þær átt við? Hann fann, að þær horfðu á hann, og var að hugsa um að reyna að rísa á fætur og komast í burt, en hann hafði ekki þrek til þess. Það sló út um hann köldum svita, og hann gat sig hvergi hreyft. Loksins var hann einn eftir, og dyrnar inn til læknisins opnuðust fljótlega. — Næsti, var kallað, og þegar enginn gaf sig fram, kom læknirinn í dyrnar og litaðist um. — Ætlið þér ekki eitthvað að finna mig? spurði hann alúðlega. Geiri stóð upp með mestu erfiðismun- um. — Gjörið þér svo vel, sagði læknirinn. Geiri fylgdi honum inn fyrir og settist á stól, sem læknirinn benti honum á. — Jæja, hvað er það þá? spurði lækn- irinn. — Ég er svo mikið lasinn, sagði Geiri lágt. — Já, auðvitað, en hvernig lasinn? Geiri gat ekki komið upp nokkru orði.. Stóllinn ruggaði svo einkennilega með hann, og allt fór á fleygiferð, sem inni var. — Svona, svona, heyrði hann að lækn- irinn kallaði einhvers staðar langt í burtu. Leggist þér hérna á bekkinn á meðan þér eruð að jafna yður. Og hann gaf honum eitthvað inn, svo að hann kom til sjálfs sín aftur og gat svarað spurn- ingum hans. Þær voru fáar en ákveðnar og á eftir fylgdi nákvæm rannsókn. Geiri gekk í gegnum þetta allt með blygðunarroða á vöngum. — Hvar hafið þér sýkzt, ungi maður? spurði læknirinn að lokum. — Ég veit það ekki, stundi Geiri upp. — Jæja, vitið þér það ekki. Það er samt næsta ótrúlegt, að það geti verið um svo margar að ræða. Margar? — Nú skildi Geiri, hvað lækn- irinn átti við. En aldrei skyldi hann bregðast stúlkunni sinni svo, að hann nefndi hana í sambandi við þessa and- styggð. Það gat heldur ekki verið hennar sök. En hvernig hafði hann þá — — ? Æ, hann skildi hvorki upp né niður, og hann leit á læknirinn bænaraugum. — Við getum þá talað um þetta seinna, sagði læknirinn. En þér verðið að leggj- ast á spítalann undir eins. Og það vill svo heppilega til, að það er laust pláss. Geiri svaraði engu. Honum var sama, hvað við hann var gert. —Ég ætla einmitt þangað suður eftir núna, hélt læknirinn áfram, svo að ég get tekið yður með í bilinn. — Þér getið fengið að hringja hérna, ef þér viljið. Geiri hristi höfuðið. Hann gat ekki tal- að við neinn. Það var lika betra, að mamma hans héldi, að hann væri dáinn. — Nú heröum við upp hugann, sagði læknirinn og klappaði á öxlina á honum. Þetta getur allt batnað fljótlega, þó að þér hefðuð þurft að koma fyrr. Næsti áfangi var spítalinn. Hann stóð á sléttu túni, utanvert við bæinn, og umhverfis hann voru marglit skrautblóm. Þetta var fagurt síðsumarkvöld, og ang- an af þurru heyi minnti Geira svo sár- lega á horfna Paradís. — Bíðið þér augnablik hérna fyrir utan, sagði læknirinn, um leið og hann hljóp upp tröppurnar. — Nei, halló, sveitamanni, var nú kallað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.