Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 22

Dvöl - 01.04.1940, Blaðsíða 22
100 D VÖL völt á fótunum, sýndist Geira. En það var víst af þvi, að hún var lasin. — Nú skulum við koma, sagði hún. Ég skal svei meir sýna þeim, að ég sé ekki í vandræðum. — Þeim, hverjum, spurði Geiri. — Vertu nú ekki að neinu rugli, sagði stúlkan og tók undir handlegginn á hon- um, og svo leiddust þau að danspallinum. — Króna um klukkutímann fyrir herra, en frítt fyrir dömur, kallaði borðalagður embættismaður til þeirra. Það er gott, að pabbi gamli er ekki nærri, hugsaði Geiri um leið og hann tók upp budduna. Það var mikil þröng á pallinum. Nú var líka komið sólarlag og húmið að fær- ast yfir. — Við komumst ekkert áfram, sagði Geiri. — Þetta er ágætt, sagði stúlkan og þrýsti sér fast að honum. Þá greip hann einhver óskiljanlegur titringur, svo að hann réði varla við sig. — Ertu svona viðkvæmur, hvíslaði hún. Vertu bara rólegur, það er allt í lagi. Það þrengdist enn á pallinum, og Geira dauðlangaði til þess að komast í burtu. Hann var allur í uppnámi, en hann vissi ekki hvað hann átti að segja við stúlk- una, og þau héldu áfram að dansa. Fólkið virtist skemmta sér alveg prýði- lega. Nú söng það hástöfum: „Kátir voru karlar“. — Við skulum syngja líka, hvíslaði stúlkan að Geira, en hann hafði sjaldan sungið, nema þegar hann sneri skilvind- unni fyrir hana mömmu slna. Hann nam snögglega staðar. — Jæja, sagði stúlkan. Eigum við að koma eitthvað afsíðis og hvíla okkur? Geiri svaraði engu. Hann leit yfir danspallinn og þessa ið- andi og syngjandi kös af fólki. Vínþef- urinn gekk í bylgjum, og óteljandi reykj- arstrókar liðuðust upp í loftið. — Helzt hefði hann viljað fara heim, en stúlkan tók í höndina á honum, og þau leiddust í burt. — Var ekki einhver lögg eftir í pelan- um, spurði hún. Geiri fékk henni pelann. Honum fannst svo óviðeigandi, að hún væri að drekka þetta. — Við gætum kannske fengiö mjólk, sagði hann hikandi, Þau voru nú komin í hvarf frá skemmtistaðnum. Stúlkan fleygði sér niður og hló. -— Eigum við ekki að fá mjólk í pelann og túttu handa litla drengnum. Þetta kunni Geiri ekki við. Hann skyldi svei mér sýna henni---------- Hann settist niður, og þá fékk hann aftur þennan undarlega titring og svitn- aði svo hræðilega á höndunum. Og allt í einu fór hann að óska þess í huganum, að hann væri kominn heim, og helzt úr öllum fötunum og farinn að busla í bæj- arlæknum. Stúlkan hélt áfram að hlæja, óvið- feldnum hlátri, fannst honum. — Við skulum skipta á milli okkar þessari lögg, sem eftir er, sagði hún svo, og bar pelann upp að munninum á hon- um. Hann saup á og varð nú öruggari og færði sig nær stúlkunni. Hún hló og hallaði sér upp að honum. — Þú elskar mig pínulítið. Er það ekki? spurði hún. — Ég elska þig mikið, sagði Geiri inni- lega, og nú skildi hann fyrst, að það var af ást, sem hann titraði svona. — Breiddu ofan á okkur kápuna þína, hvíslaði stúlkan, og ef ég á að vera mikið góð við þig, þá verðurðu að gefa mér aura. Annars kemst ég ekki heim og verð að liggja hérna í móunum í nótt. Geiri komst viö og fékk henni budduna sína, og sagði henni að taka það, sem hún þyrfti. Þó lá við, að honum þætti nóg um, þegar hún tók tvo tiu króna seðla, næstum því aleigu hans. — Þú ert góði drengurinn minn, sagði stúlkan og kyssti hann, og þá skynjaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.