Dvöl - 01.04.1940, Page 22
100
D VÖL
völt á fótunum, sýndist Geira. En það var
víst af þvi, að hún var lasin.
— Nú skulum við koma, sagði hún.
Ég skal svei meir sýna þeim, að ég sé
ekki í vandræðum.
— Þeim, hverjum, spurði Geiri.
— Vertu nú ekki að neinu rugli, sagði
stúlkan og tók undir handlegginn á hon-
um, og svo leiddust þau að danspallinum.
— Króna um klukkutímann fyrir herra,
en frítt fyrir dömur, kallaði borðalagður
embættismaður til þeirra.
Það er gott, að pabbi gamli er ekki
nærri, hugsaði Geiri um leið og hann tók
upp budduna.
Það var mikil þröng á pallinum. Nú
var líka komið sólarlag og húmið að fær-
ast yfir.
— Við komumst ekkert áfram, sagði
Geiri.
— Þetta er ágætt, sagði stúlkan og
þrýsti sér fast að honum. Þá greip hann
einhver óskiljanlegur titringur, svo að
hann réði varla við sig.
— Ertu svona viðkvæmur, hvíslaði hún.
Vertu bara rólegur, það er allt í lagi.
Það þrengdist enn á pallinum, og Geira
dauðlangaði til þess að komast í burtu.
Hann var allur í uppnámi, en hann vissi
ekki hvað hann átti að segja við stúlk-
una, og þau héldu áfram að dansa.
Fólkið virtist skemmta sér alveg prýði-
lega.
Nú söng það hástöfum: „Kátir voru
karlar“.
— Við skulum syngja líka, hvíslaði
stúlkan að Geira, en hann hafði sjaldan
sungið, nema þegar hann sneri skilvind-
unni fyrir hana mömmu slna.
Hann nam snögglega staðar.
— Jæja, sagði stúlkan. Eigum við að
koma eitthvað afsíðis og hvíla okkur?
Geiri svaraði engu.
Hann leit yfir danspallinn og þessa ið-
andi og syngjandi kös af fólki. Vínþef-
urinn gekk í bylgjum, og óteljandi reykj-
arstrókar liðuðust upp í loftið. — Helzt
hefði hann viljað fara heim, en stúlkan
tók í höndina á honum, og þau leiddust
í burt.
— Var ekki einhver lögg eftir í pelan-
um, spurði hún.
Geiri fékk henni pelann. Honum fannst
svo óviðeigandi, að hún væri að drekka
þetta.
— Við gætum kannske fengiö mjólk,
sagði hann hikandi, Þau voru nú komin
í hvarf frá skemmtistaðnum.
Stúlkan fleygði sér niður og hló.
-— Eigum við ekki að fá mjólk í pelann
og túttu handa litla drengnum.
Þetta kunni Geiri ekki við. Hann skyldi
svei mér sýna henni----------
Hann settist niður, og þá fékk hann
aftur þennan undarlega titring og svitn-
aði svo hræðilega á höndunum. Og allt
í einu fór hann að óska þess í huganum,
að hann væri kominn heim, og helzt úr
öllum fötunum og farinn að busla í bæj-
arlæknum.
Stúlkan hélt áfram að hlæja, óvið-
feldnum hlátri, fannst honum.
— Við skulum skipta á milli okkar
þessari lögg, sem eftir er, sagði hún svo,
og bar pelann upp að munninum á hon-
um.
Hann saup á og varð nú öruggari og
færði sig nær stúlkunni.
Hún hló og hallaði sér upp að honum.
— Þú elskar mig pínulítið. Er það
ekki? spurði hún.
— Ég elska þig mikið, sagði Geiri inni-
lega, og nú skildi hann fyrst, að það var
af ást, sem hann titraði svona.
— Breiddu ofan á okkur kápuna þína,
hvíslaði stúlkan, og ef ég á að vera mikið
góð við þig, þá verðurðu að gefa mér
aura. Annars kemst ég ekki heim og
verð að liggja hérna í móunum í nótt.
Geiri komst viö og fékk henni budduna
sína, og sagði henni að taka það, sem
hún þyrfti. Þó lá við, að honum þætti
nóg um, þegar hún tók tvo tiu króna
seðla, næstum því aleigu hans.
— Þú ert góði drengurinn minn, sagði
stúlkan og kyssti hann, og þá skynjaði