Dvöl - 01.04.1940, Qupperneq 46
124
D VÖL
urlítið altari. Veggsvalir með sæt-
um voru á þrjá'r hliðar og var þang-
að innangengt um stiga. Og svo var
þar orgel — reglulegt pípuorgel —
á söngloftinu; metnaður myllu-
kirkjusafnaðarins. Ungfrú Phæbe
Summers var organistinn. Piltarnir
í Lakeland skiptust á um að troða
orgelið fyrir hana á hverjum
sunnudegi, og þótti heiður að.
Presturinn var séra Bainbridge, og
á hverjum messudegi kom hann
ríðandi yfir Héraskarð á gamla,
gráa hestinum sínum. Og prestur-
inn og organistinn fengu góð laun
fyrir störf sín.
Og gamla myllan geymdi minn-
ingu Aglíu og breytti henni í bless-
un fyrir fólkið, sem hún hafði eitt
sinn búið á meðal. Það var að sjá,
að hið stutta líf hennar hefði kom-
ið meiru góðu til leiðar, en fjöld-
anum auðnast á langri lífsleið. Og
Abram Strong reisti minningu
hennar annan varða.
Frá kornmyllunum í Norðvestur-
landinu streymdi Aglía-hveiti;
malað úr harðasta og fínasta korn-
inu, sem hægt var að rækta. Þjóð-
in komst fljótt á snoðir um það, að
Aglia-hveiti hafði tvenns konar
verð. Það var í fyrsta lagi dýrasta
hveitið, sem til var á markaðinum,
og í öðru lagi kostaði það — alls
ekkert.
í hvert skipti, sem einhverja
neyð bar að höndum, — ef fólk
missti eigur sínar vegna flóða, elds-
voða og fellibylja, eða ef hungurs-
neyð varð vegna verkfalla eða ann-
arra orsaka — þá var þangað á
svipstundu komin rífleg sending af
Aglia-hveiti, sem kostaði ekkert.
Það var gefið með gætni og að
undangenginni athugun, en það
var ríkulega af hendi látið. Og fólk
sagði í gamni, að ef kviknaði í fá-
tækrahverfi einhverrar borgar, þá
kæmi vagn slökkviliðsstjórans
þangað fyrst, síðan vagnarnir með
Aglia-hveiti og loks slökkviliðið.
Þannig reisti Abram Strong dótt-
ur sinni hinn annan minnisvarða.
Það má vel vera, að skáldum og
fagurfræðingum þyki hann hafa
helzt til hversdagslegan blæ, en
margir munu þó finna fegurð í því,
að hið agnsmáa, mjallhvíta hveiti,
sem kom í neyðinni eins og fljúg-
andi bjargvættur, var einmitt í
táknrænu sambandi við minningu
hins týnda barns.
Svo var það, að harðæri varð
í Cumberlandhéraði. Uppskeran
brást og regnið fyllti árnar og
flæddi yfir akurlöndin. í umhverfi
Lakeland var ástandið sérstaklega
slæmt.
Jafn skjótt og þetta barst til
eyrna Abram Strong, tók hann til
sinna ráða, og vagnarnir með sína
venjulegu hleðslu af Aglia-hveiti
voru brátt komnir til Lakeland.
Malarinn skipaði svo fyrir, að
hveitisekkjunum skyldi hlaðið á
veggsvalir myllukirkjunnar, og
hver sá, er kom til tíða mátti taka
einn sekk með sér heim.
Tveimur vikum síðar kom Abram
Strong til Eagle House í sinni ár-