Dvöl - 01.10.1941, Page 50

Dvöl - 01.10.1941, Page 50
288 D VÖL Mig svimaði. „Getum við ekki beðið einn dag enn, án þess nokkur verði drep- inn til þess að seðja hungur hinna,“ sagði hún. „Þú hefir komið því til leiðar,. að við höfum frestað því í tvo daga,“ svaraði ég. Tuttugu og fjórar klukkustundir eins og þess- ar síðustu nægja til að gera út af við okkur öll.“ Svo hné ég niður á borðið, sem verið hafði hvíla mín síðustu klukkustundirnar. Ég hafði ekki talað svona mikið í heila viku. Ég varð eins þreyttur af því og skógarhöggi. Stúlkan smeygði beinaberum handleggnum undir höfuð mitt og lagði varirnar þétt að eyra mínu. „Ég hefi geymt ofurlítinn brauð- mola handa þér,“ hvíslaði hún. Það kom vatn i munninn á mér. Ég varð að gapa til þess að koma bitanum út á milli tannanna. Svo tuggði ég varlega tvisvar eða þrisvar sinnum, því að ég var hræddur um að það sæist. Það var ekki af ótta við, að þeir réðust á mig. Nei, þeir voru of lasburða til þess. En ég vissi, að það myndi margfalda þjáningar þeirra, ef þeir sæju mig vera að éta. Stúlkan hafði farið frá mér og stóð nú hjá hollenzka matsvein- inum. Ég sá ekki framan í hann, en þegar ég sá hana hvísla ein- hverju að honum datt mér dálít- ið í hug. „Jinks!“ hvíslaði ég. Jinks leit við, þegar hann heyrði nafn sitt nefnt, og horfði á mig líflausum augum. „Hverju hvíslaði stúlkan að þér, þegar hún gaf þér brauðbit- ann í gær?“ „Hún gaf mér aðeins munnbita af brauði. Nú hugsa ég, að hún sé að gefa matsveininum brauð.“ Við horfðum báðir þangað, sem matsveinninn lá, og hvíldi höfuð- ið upp við sjóferðakistuna. Stúlk- an hafði fært sig að siglutrénu, sem reist hafði verið til bráða- birgða. Við sigluhúninn var neyð- arflaggið. Matsveinninn lá og tuggði brauðbitann sinn í laumi. Ég skreið á höndum og fótum þangað, sem stúlkan var. „Ég drep þann, sem þú gefur brauð næst,“ sagði ég. „Éttu brauð- ið þitt sjálf „Þú fékkst síðasta munnbitann,“ svaraði hún. Ég þóttist viss um, að hún væri að ljúga. Ég skipti mér ekki meira af stúlkunni, heldur skreið til Jinks. Ég hélt, að það ætlaöi að líða yfir mig. „Heyrðu,“ sagði ég við Jinks. „Þú sagðist vera fús til að deyja til þess að bjarga okkur hinum?“ „Já, það veit guð.“ „Hvernig eigum við að deyða þig?“ Jinks horfði tryllingslega um- hverfis sig. Það voru tveir bitlaus- ir hnífar og ein öxi á flekanum. Öxin kom ekki til greina. Enginn okkar hafði krafta til þess að lyfta henni. Hnífarnir voru of bitlausir til þess að hægt væri að opna með þeim æð. Auk þess myndi enginn á flekanum hafa mátt til þess að sarga sundur skinnið á horuðum handleggjunum. „Ég ætla að binda vasaklútinn um hálsinn á mér og hengja mig,“ sagði Jinks. Hann hafði þegar brugðið klútn- um um hálsinn, en var of máttfar- inn til þess að geta hert að. Hann hætti þesari tilraun eftir nokkrar mínútur og lá kyrr, Tilraun Jinks til að hengja sig blés mér nýrri hugmynd í brjóst. Ég skreið þangað, sem kaðalspotti

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.