Dvöl - 01.10.1941, Qupperneq 78

Dvöl - 01.10.1941, Qupperneq 78
3ié D VÖL en þar var hann lengi í þjónustu nýlendu- stjórnarinnar. Eigi mun annað hafa verið þýtt eftir hann á íslenzku heldur en saga sú, er birtist í þessu hefti Dvalar. Aucirey Burton er fædd í London 1903, en dvaldi þó fyrstu fimm ár æfi sinnar úti á landi. Fluttist hún þá aftur til London og dvald- ist þar til þrítugs. Hún er af kennaraætt- um, en fékkst ekki til að leggja þá at- vinnu fyrir sig, og voru foreldrum hennar það nokkur vonbrigði. Nú er hún gift og bjó 1938 í iðnaðarborg einni í Stafford- shire. ”Ég er nákunnug því sviði, sem sag- an, Skugginn af námunni, fjallar um“, segir hún sjálf.. Audrey Burton hefir skrifað greinar í ýms blöð og tímarit í Englandi og einnig nokkrar smásögur. Archibald Joseph Cronin fæddist í Dumkarton-héraði í Skot- landi 1896. Hann var einkabarn foreldra sinna. Hann hóf nám í þorpsskólanum í Cardoss, en byrjaði læknisnám í Glas- gow-háskóla árið 1914. En brátt var hann kvaddur í sjóherinn og lauk því eigi lækn- isprófi fyrr en eftir stríð. Gerðist hann þá skipslæknir í Indlandsferðum og sjúkrahúslæknir. Síðar settist hann að í Suður-Wales og var falin rannsókn á heilsufari námumanna þar. Jafnframt hélt hann áfram námi á þessum árum. Loks fluttist hann til Lundúna og varð þar mjög eftirsóttur læknir. Kom þar, að hann missti heilsuna, sökum of mikillar áreynslu, árið 1930. Fluttist hann þá norður í Hálönd í Skotlandi, og þar skrif- aði hann fyrstu skáldsöguna sína, „Hatter’s Castle”. Henni var vel fagnað. Hóf Cronin nú ritstörf, en hætti læknis- störfum. Hefir hann mjög miklum vin- sældum náð, bæði í heimalandi sínu og erlendis. Tvær bækur hans, „Hér gerist aldrei neitt" og „Borgarvirki", hafa verið þýddar á íslenzku, auk fárra smásagna. Kimnisögiir „í þrjátíu og sjö ár hefi ég æft mig stöðugt í fjórtán klukkutima á sólar- hring," sagði fiðlusnillingurinn Sarasate. „Og hvað segja svo dómararnir um árangur af öllu þessu erfiði?“ bætti hann við, örvæntingarfullur á svip. „Jú, þeir segja, að ég sé snillingur" „Hafið þér lögfræðing?" spurði dómar- inn negrann. „Nei, herra minn. Ég hefi ákveðið að segja sannleikann". Stjórnmálamaður var að halda ræðu. Hann fór mörgum orðum um þjóðarfleyið og þá hættu, sem það væri statt í. Sjó- maður nokkur hlustaði á með mikilli at- hygli. „Öldumar belja yfir skipið", sagði ræðumaðurinn. „Seglin eru rifin, stýris- húsið brotið og skipið stefnir beint upp að grýttri ströndinni." Hann baðaði út höndunum til áherzlu og grenjaði: „Er þá ekkert til bjargar?" Þá þoldi sjómaðurinn ekki lengur mátið. Hann stóð upp, og það var tryllingur í augunum. „Niður með akkerið, fíflið þitt“, öskraði hann og steytti hnefana. Frúin: Er Nonni litli inni? Vinnukonan: Jú, það held ég. Köttur- inn hefir að minnsta kosti falið sig undir borðinu. Embættismaður kom inn á rakarastofu ásamt skrifara sínum. „Þetta er skrifar- inn minn“, sagði hann drembilega um leið og hann settist í rakarastólinn. „Þér rakið mig, en talið við hann.“ Auglýsing: Ég verð því miður að fresta fyrirlestri mínum, „Hvernig varðveita skal heilsuna", þar sem ég er forfallaður vegna lasleika. Útgefandi S. U. F. Ritstjóri: Þórir Baldvinsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.