Dvöl - 01.01.1944, Qupperneq 8

Dvöl - 01.01.1944, Qupperneq 8
Nú eru þáttaskil orðin i sögu „Dvalar,“ nýr kafli að hefjast. Það lœt- ur að líkum, að góðar óskir mínar fylgi henni á leið. Vona ég og, að þeir, sem lagt hafa „Dvöl“ liðsinni fyrir minar sakir, ef einhverjir eru, láti hana njóta velvildar sinnar áfram. Verði aldrei um hana sagt, að týnzt hafi götur gengins vinar! JÓN HELGASON. Slðan Vigfús Guðmundsson lét af útgáfu og ritstjórn „Dvalar,“ hef- ur Samband ungra Framsóknarmanna gefið hana út. Hún hefur þó eigi verið stjórnmálarit, heldur eingöngu bókmenntarit, til frœðslu og skemmtunar, svo sem öllum er kunnugt, sem hana þekkja. Nú hefur S. U. F. ekki séð sér fœrt að sjá henni farborða lengur vegna annarra viðfangsefna. Bentu þá líkur til , að „Dvöl“ mundi verða úti. En hún átti vini um land allt, sem mundu eftir henni, og víða að hafa borizt ósk- ir um, að „Dvöl“ kœmi út áfram. Nú hafa nokkrir menn gert um það samtök að reyna að veröa við þeim óskum. Hversu það tekst er óséð, en tilraunin er gerð af góðum hug og af virðingu fyrir því starfi og þeim anda, sem nœrt hefur „Dvöl“ á undanförnum árum, — og lesend- um hennar. Ætlun hinna nýju útgefenda er að halda þeirri stefnu, sem „Dvöl“ hefur verið mörkuð frá upphafi, „að flytja lesendum sinum úr- val þýddra smásagna, frœðandi og skemmtandi greinar um erlent og innlent efni, Ijóð og Ijóðaþýðingar, frumsamdar íslenzkar skáldsögur, ritdóma, gamansögur og fleira." Til þess að inna þetta hlutverk af hönd- um, hefur „Dvöl“ leitað sér liðs, og hafa margir ágætir menn heitið henni efni og öðrum stuðningi. Vœntir hún þess einnig, að ýmsir lesend- ur hennar og vinir sendi henni efni, eins og verið hefur á liðnum árum. „Dvöl“ mun telja það sérsvið sitt að flytja úrval smásagna — eink- um þýddra.Smásagan er í œtt við Ijósmyndina.Hún gefur hlutina i leiftri. Á annatímum þessarar styrjaldar hafa mörg skáld orðið að leggja lang- söguformið á hilluna og fást i þess stað við smásögur. Af þessum sökum hefur orðið meira til af smásögum en ella, og mörg frœg skáld hafa nú sent frá sér smásögur, þótt lítið hafi þau áður fengizt við þá grein bók- mennta. Er enginn vafi á því, að þar á meðal er margt sagna, sem skipað verður siðar meir i perlusafn bókmenntanna. Á þessu sviði á „Dvöl“ því œrið hlutverk að vinna, og hún vill kappkosta að vera fram- vegis — sem hingað til — sjóður, sem geymir bezta safn erlendra smá- sagna, sem til eru á islenzkri tungu. Þó vill hún flytja íslenzkt efni eigi minna en fyrr, og alveg sérstak- lega bjóða rúm sitt ungum og efnilegum mönnum, sem eru að hefja ritferil sinn. Þessi árgangur ritsins mun koma i fjórum heftum og verða að minnsta kosti þrjú hundruð blaðsíður. Annað heftið mun koma út fyrir miðjan júní, hið þriðja i september og hið fjórða fyrst í desember — jólahefti. Verð ritsins á þessu ári verður 20 krónur, og er þess vœnzt, að það þyki hóflegt. Ætlazt er til, að áskrifendur sendi ritinu það í póst- ávísun fyrir 1. júní þessa árs. Efni ritsins þykir ekki ástæða til að kynna nú, enda eigi fullráðið l allan árganginn. Þó má geta þess, að birt er framhaldssaga, sem lýkur í árganginum. „Dvöl“ birti ágœtar framhaldssögur fyrir nokkrum árum,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.