Dvöl - 01.01.1944, Page 15

Dvöl - 01.01.1944, Page 15
dvöl 9 okkar viðræðu, fyrst hinir hafa ekki gert það. Við áðum allir sam- an uppi á Hofmannaflöt í nótt, en af því við vildum hvíla hesta okkar í dag, kom okkur saman um að ríða hingað til að sjá þennan heiðarlega stað, hvar forfeður vor- ir héldu Alþing. Ég hrærðist inn- vortis, þegar ég hugsaði til þess, að búið væri að niður leggja þetta eldgamla og alþjóðlega þing, og lét í ljósi sorgartilfinningar mínar yfir því, að landsins ástand væri nú í mörgu lakara en á fyrri dögum, Þegar þingið stóð í blóma. Þegar Önundur heyrði það, varð hann forviða og kvað landsins ástand mundi nú betra en á fyrri tíðum, en hélt þó, að hagur þess mundi enn mikið batna mega, ef innleidd- ir væru ýmsir nýir bjargræðisveg- ir, svo sem akuryrkja, skógaplönt- un og annað þess háttar, eins og hann sagði hér áðan. Þegar Þjóð- ólfur heyrði það, svipaði honum og svaraði á þá leið, sem hann hermdi þér sjálfur. Mér virtist nokkuö hæft í því, sem báðir sögðu, og fór því meðalveginn. Ég sagði nefni- lega, að margt mundi aö líkindum bæta mega af því, er á meðal vor tíðkaðist, nýir bjargræöisvegir kynnu líka að geta innfærzt, ef viturlega og varlega væri að farið. En af því ég hef ekki vit á að dæma um, hvaða breytingar eða nýjung- ar kynnu helzt að verða aö notum, þætti mér mikils um varða, ef þú vildir fræða mig nokkuð ger um þetta efni.“ Aðkomumaður: „Gjarnan vildi ég gera að bæn þinni, ef ég mætti, en ég vil fyrst segja ykkur í stuttu máli álit mitt um meiningu hvers ykkar fyrir sig og allra yfir höfuð. Ef Önundur réði til að yfirvega ná- kvæmlega, hvort nokkrar nýbreyt- ingar eða nýir bjargræðisvegir kynnu að koma landinu að notum, og gera tilraunir með það, sem virt- ist nytsamlegt og gagnlegt eða ekki krefði mikinn kostnað, í staðinn fyrir að heimta, að slíkar nýjung- ar og breytingar skuli innfærast, án þess að yfirvega, að hvað miklu leyti landsins efni og ásigkomulag leyfa það, þá væri hans ráö gott. Og ef Þjóðólfur þar á móti réði til að fara varlega og forsjáiega að öllum nýbreytingum og betrunar- tilraunum í staðinn fyrir að álykta af hrakföllum þeim og óhöppum, er sumar af þess háttar breyting- um hafa orðið fyrir á meðal vor, að allar hljóti að fara á sömu leið framvegis, þá .væru hans tillögur viturlegar. Gætu þá beggja mein- ingar samþýðzt og væru báðar sama innihalds sem þín meining, Sighvatur. Því þegar Önundur er of framgjarn og fljótráður, þá held- ur Þjóðólfur honum aftur, og þegar Þjóðólfur er of seinfær og ófús til nýbreytinga, þá hvetur Önundur hann, hvar af fram kemur nokkurs konar jafnvægi, sem mér virðist yfirgnæfa hjá þér. Nú hef ég sagt ykkur álit mitt um meiningu ykkar hvers fyrir sig og allra yfir höfúð, en nú er eftir að segja ykkur,hverj-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.