Dvöl - 01.01.1944, Page 16

Dvöl - 01.01.1944, Page 16
10 DVÖL ar nýjungar og breytingar helzt kynnu að verða að notum, og er það þrautin þyngri.envandasamast er þó að segja, með hverjum hætti þær kynnu að geta komizt á, og ætla ég því að leiða það hjá mér að þessu sinni, en á hitt getum við drepið með fáum orðum, þó tíminn sé naumur. Þær nýjungar, sem Önundur hef- ur tilgreint, nefnilega skógaplönt- un, akuryrkja og þvílíkt, væru að sönnu mikið góðar, ef þær gætu artazt hér í iandi, en þar eð það er mjög óvíst og margt af því, sem á meðal vor tíðkast, þarf töluverðr- ar lagfæringar við, þá ætla ég, að það sé nær að hugsa ekki svo hátt í fyrstunni, en gefa sig heldur við því, sem liggur nær oss og verður oss fyrst um sinn að meiri notum. Sighvatur: „Hvað er það, gamli maður?“ Aðkomumaður: „Það er margt, sem bæði viðkemur einstaka lands- plássum og öllu landinu yfir höfuð. En nú ætla ég að spyrja þig að annarri spurningu: Hvað er það, sem mest undirbýr mannsins kjör?“ Sighvatur: „Ef það er ekki gott barnauppeldi og uppfræðing, þá veit ég ekki, hvað það getur verið.“ Aðkomumaður: „Ertu því sam- dóma, Önundur?“ Önundur: „Já, en það getum við bezt lært af þeim dönsku. Það er æði munur á, hvað kaupstaðabörn- in kunna sig betur en bændabörn- in ofan úr sveitunum.“ Aðkomumaður: „Vera kann það, að kaupstaðabörnin séu vel frædd um þá hluti, er viðkoma því standi, sem þau síðan vænta að lifa í, en ólíklegt er, að þau fái það uppeldi, sem er hentugt fyrir þau börn, sem síðan verða bændur. En hvað segir þú, Þjóðólfur minn, hér til?“ Þjóðólfur: „Ég held, að það sé að sönnu gott að ala börnin vel upp, en ég held líka, að það þurfi ekki mikla kunnáttu til þess. Ég segi fyrir mig, ég hef aldrei verið kall- aður skýr eða lærður, þó ég með raupinu og öllu saman hafi ekki heldur verið heimskur, en ekki hef- ur á öðru borið en ég hafi getað uppalið krakkana mína. Ég hef strax gefið þeim nýmjólk eða aðra kröftuga fæðu, þegar þau hafa komið út af móðurlífi, til að hressa þau á og fá þau til að dafna. Síðan hef ég látið vefja þau innan í þykka reifa og bundið þétt utan um með lindanum, svo þeim skyldi verða nógu hlýtt. Þegar þau hafa farið að stálpast og verða ódæl, þá hef ég bariö þau eins og fisk, svo það er ekki mér að kenna, að þau eru bæði þrá og stórlynd. Ekki hef ég heldur vanið þau á letina, því síð- an þau komu úr vöggu, hef ég haft þau við vinnu og aldrei liðið þeim að vera iðjulausum eða hafa ólæti. Barnalærdóminn hef ég látið þau hlaupa yfir í hjáverkum til að koma á fermingunni, og nú veit ég ekki, hvað vantar á gott uppeldi.“ Aðkomumaður: „Ekki held ég, að þetta sé sá bezti máti að uppala börn, og fleira mun þar við að-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.