Dvöl - 01.01.1944, Side 17

Dvöl - 01.01.1944, Side 17
dvöt. 11 gæzluvert en þú hefur talið, ef það á að vera gott uppeldi. Dýrin verja miklu meira ómaki til að uppala afkvæmi sín en þú. Ég fæ ekki í þetta sinn frætt þig um barnaupp- eldið til hlítar, og vil því láta mér nægja að segja þetta: Nýmjólk og önnur kröftug og þung fæða er ó- hentug fyrir ungbarnanna veika maga. Að vefja þau blautlimuðu ungbörn in.hari í þykka reifa er skaðlegt og því skaölegra sem þétt- ar er um vafið með lindanum, eða ætli þér fyndist það þægilegt að vera fjötraður svona núna, og hef- ur þú þó sterkari limi en þau? Að hindra börnin frá að leika sér og berja þau eins og fisk fyrir hverja yfirsjón er ofur fáfræðislegt,. En þegar maður vill ala sér upp góð- an hest eða venja hund, kostar það ekki nokkurt ómak og að- gæzlu?“ Þjóðólfur: „Biddu fyrir þér, jú, mikla. Maður skal fyrst láta fol- ann ganga undir móðurinni, ala hann síðan vel á góðu heyi, kemba honum á hverjum degi og bera honum vátn, klippa hann í nárun- um og passa,að húsið hans sé hent- ugt og hreint. Það á að vera hátt undir framfótunum og hátt í stall- inn, svo hann þurfi að teygja sig. Þar við venst hann til að bera fal- lega höfuðið. Heyið g, maður að velja grænt og gott og varast, að það sé ornað, svo að hann fái ekki innihnjósku. Líka á að hrista það vel í hvert sinn.Ekki á maður ein- ungis að ala önn fyrir, að folinn verði feitur, heldur að hann verði fjörugur. Að ríða hestefni til kosta er mikill vandi. Maður verður meira ag neyta lags en orku og vinna hann með tímanum, ef hann er þver. Ekki hjálpar að beita keyr- inu mikið. Það er bezt að neyta þess sjaldan og þá að gagni, ann- ars verður hann þrár og staður. Ef maður kann ekki sjálfur að ríða hest til kosta, er miklu betra að koma honum til einhvers reið- manns til kennslu. Vanti mann kunnáttu til að hirða hann á vetr- ardag eða gott fóður, er betra að koma honum niður hjá einhverj- um, sem hvorugt vantar, því þó það kosti mikið, er ekki sjáandi eftir því, þegar það er gott hest- efni. Þar að auki á maður að venja faxið fallega og klippa hann snot- urlega á vorin. Líttu á hann Grána minn þarna, hann sýnir það, hvort ég kann ekki að fara með klár- ana.“ Önundur: „Það er satt, það er sá mesti stólpagripur og hlaupavarg- ur, sem ég hef þekkt. Hann hefur allt til að bera.“ Þjóðólfur: „Sama er að segja um lambaeldið. Þegar ég hef alið lömbin vel á fyrsta og öðrum vetri, þá hafa orðið úr þeim beztu sauð- ir. En vilji maður venja hund, þá verður maður að æfa hann oft og lokka hann með ýmsu móti, þang- að til hann er fullnuma.“ Aðkomumaður: „Þarna ertu heima, Þjóðólfur. Nú þótti mér þér tak- ast upp. Þegar þú talar um að venja
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.