Dvöl - 01.01.1944, Qupperneq 24

Dvöl - 01.01.1944, Qupperneq 24
18 D VÖL ekkert til þess. Fyrst ég er bóndi, vil ég gjarnan læra allt, hvað bú- skap viðkemur, og mun ég þess lengi not hafa.“ Önundur: „Ég vil koma líka. Mér finnst, að ég sjái nú þegar ofan á, að ég hafi gert mér ranga ímyndun um kaupstaðalífið og annað fleira, og vildi ég gjarnan leiðréttast. Líka vildi ég, að þú segðir mér meiningu þína um fiskiveiðar, af því ég bý við sjávarsíðu.“ Þjóðólfur: „Ég held ég verði að koma líka, því þó ferðin kosti mig nokkuð, þá held ég græði meira á því, sem ég læri af þér, en sem því svarar.“ Aðkomumaður: „Ég má ekki dylja ykkur þess, að ég get ekki flutt söguna ókeypis. Þið verðið að gefa mér nokkuð í sögulaun árlega, hver fyrir sig.“ Þjóðólfur: „Sögulaun! Ekki get ég fengið af mér að gefa peninga út fyrir eina sögu.“ AÖkomumaður: „En ef þú læröir svo mikið árlega, að það yrði þér til meiri nota en sögulaununum svaraði?“ Þjóðólfur: „Jú, ef ég hef ábata, þá vil ég koma og borga sögu- launin.“ Sighvatur: „Ég vil gjarnan gefa þér sögulaun af fátækt minni. Þú heimtar naumast meira en 5 mörk árlega, og verð ég eins dauður og lifandi fyrir þau, því ef ég jafna þessum 5 mörkum á allar vikurnar í árinu, þá þarf ég að draga hér um bil 1% skildings til muna á viku.“ Önundur: „Ég vil gefa minn skerf til. Ég gef margan skildinginn, hvort sem er, út fyrir óþarfa, svo sem brennivín og kaffi, og get ég þá varið þeim betur en þetta.“ Þjóðólfur: „A-ha, nú fann ég upp gott ráð, Sighvatur. Þú getur sagt mér söguna á eftir, svo þarf ég ekki að borga, en get haft eins mikið gagn af henni fyrir það.“ Sighvatur: „Það gæti ég að sönnu, Þjóðólfur minn, ef ég vildi, en þar eð þú ert slíkur efnamaður, sæmir þér ekki að skorast undan svo litlu tillagi. Það er líklegt, að manninn kosti það mikið ómak að tína allar þessar sögur saman, og ef hann þar að auki, vissra orsaka vegna, þarf að borga sjálfur nærri því eins mikið og við gefum honum í sögulaun, þá er ekki von, að hann geti flutt sögurnar ókeypis. Þegar eitthvað nytsamlegt á að framkvæmast, þá eiga þeir vitru og þeir efnugu að leggja saman til að koma því á. Þeir vitru eiga að leggja á ráðin og stýra fyrirtæk- inu, en þeir efnugu að leggja pen- inga til. Þetta kvað hvergi tíðkast eins og í Englandi. Þegar einhver vitur maður finnur þar upp á eitt- hvað nýtt, gefur sig fjöldi efna- manna fram, sem gera félagsskap við þann, sem upp fann. Það, sem til var ætlazt, framkvæmist, og allir hafa ábata á fyrirtækinu, þegar búið er. Þessi vinahót og félags- skapur á milli lærðra og ólærðra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.