Dvöl - 01.01.1944, Blaðsíða 40

Dvöl - 01.01.1944, Blaðsíða 40
D V ÓI Ka) Kunk Snemma í janúar í vetur barst helfregn danska prests- ins Kaj Munks hingað til lands. Sú fregn hneit ís- lendingum að hjarta. Kaj Munk var fœddur í Maribo á Láglandi 13. janúar 1898 og var sonur iðnaðar- manns. Hann missti foreldra sína mjög ungur og ólst upp hjá fósturforeldrum, og tók liann upp nafn fósturföður síns. Er hann óx upp, brauzt hann til mennta af mikilli fátœkt og lauk stúdents- prófi nitján ára gamall. Um það leyti skrifaði liann fyrsta leikrit sitt, og fannst flest- um fátt til um. Er Munk lauk námi, gerðist hann prestur í litlu og rýru kalli, Vedersö á Jótlandi, og þjón- aði því œvina á .enda. Gerð- ist hann afburða kennimað- ur, málsnjall, eldheitur og hiklaus í flutningi skoðana sinna. Hafa rœöur hans ver- ið gefnar út og vakiö óskipta athygli og hrifningu manna. Það var eigi fyrr en um 1930, að Kai Munk var settur á stórskáldabekk, og síöustu ár cevi sinnar var hann talinn fremsta leikritaskáld sinnar samtíðar á Norðurlöndum. Merkustu skáldverk hans munu vera ,,Oröið“, „Niels Ebbesen“ og „Hann sit- ur við deigluna“. Tvö hin fyrst nefndu eru íslendingum kunn að efni, því að Leikfélag Reykjavikur sýndi „Orðið“ í fyrra vetur og bœði hafa verið flutt í Ríkisútvarpið. Hið þriðja — „Hann situr við deigluna" — kom út árið 1938 og tekur kynflokkahatur og Gyðingaofsóknir til meðferðar. Er það hin harð- asta vörn fyrir jafnrétti og frelsi allra manna. Er Þjóðverjar hertóku Danmörku, taldi Kaj Munk það heilaga skyldu sína að bannfœra lygina og ranglœtið og bera sannleikanum vitni. Mundi sú rödd ar, því að í húsi guðs er orðið frjálst og prédikunarstólinn knýr menn til þess að bannfœra lýgina og ranglœtið og bera sannleikanum vitni. Mundi sú rödd fá að hljóma lengi? Hinn fjórða janúar í vetur komu fjórir menn heim á prestssetrið og tóku Kaj Munk fastan og fluttu liann til Silkiborgar. Þar var hann leiddur fyrir rétt í herbúðum Þjóðverja, og að því loknu fóru þrír menn með hann út fyrir borgina og myrtu hann. — Þeir sviptu Kaj Munk lífi en gáfu lionum um leið ódauðlegan orðstir og dönsku þjóðinni og öllum mönnum meiri eld í kyndil- inn, sem mun lýsa frelsishugsjónum mannkynsins veginn um ókomna tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.